- Advertisement -

Ríku karlarnir rækju hann samstundis

 

Nú hafa ráðherrar þungar áhyggjur af landakaupum ofsaríkra útlendinga, meira að segja þeir sömu ráðherrar og rýmkuðu reglurnar svo hinir ríku Íslendingar, sem reka stjórnmálaflokkana sem ráðherrarnir vinna fyrir, gætu keypt upp jarðir. En munu áhyggjurnar einhverju breyta?

Þessir ráðherrar hafa haft áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins og flótta starfsfólks frá því. Hefur það einhverju breytt?

Nei, þvert á móti hafa ráðherrarnir ýtt undir niðurbrot heilbrigðiskerfisins og flótta starfsfólks frá því.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það verður því að segjast eins og er; það breytir engu hvort Sigurður Ingi segist hafa áhyggjur af hinu eða þessu. Hann hefur aldrei gert neitt til að draga úr völdum og áhrifum hinna ríku eða til varnar velferðarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, almenningi eða hinum verr stæðu. Og hann ætlar ekki að fara að byrja á því nú.

Honum dettur það ekki í hug. En hann veit að hann verður að látast. Þess vegna segist hann hafa áhyggjur af því hvert stefna ríkisstjórnarinnar er að bera okkur. En hann ætlar ekki að breyta henni. Ó, nei, þá myndu ríku karlarnir sem reka Framsókn reka hann. Á stundinni.

Gunnar Smári Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: