- Advertisement -

Ritstjóri stakk stórfrétt undir stól

Davíð Oddsson ritstjóri. Stakk hann stórfrétt undir stól?

Umræðan Allir blaðamenn sem sinna starfi sínu af alúð vita að þær fréttir sem þeir afla eru ekki prívat eign þeirra. Fréttrnar eru eign fjölmiðilsins og það ber að segja fréttirnar. Sama hvort birting fréttar komi illa eða vel við einhvern.

Í Morgunblaði morgundagsins játar ritstjóri þess blaðs að hafa legið á frétt í dágóðan tíma og segir svo fréttina í miðju Reykjavíkurbréfi. Þar segir:

„Haft var eftir formanni flokksins að um leið og fjölmiðlar höfðu eftir, að formennirnir tveir hefðu rætt saman og ekki í illu, hafi allt logað í flokki Sigurðar Inga. Ekkert af því barst þó til fjölmiðla né sáust marktæk sýnishorn um þetta í netumræðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef rétt er, hvers vegna sagði Morgunblaðið ekki fréttina, sem ritstjórinn birtir nú. Fer ritstjórn frétta og ritstjórinn ekki sömu leið? Er samkeppni þeirra á milli? Skúbbaði ritstjórinn þá eigið blað með fréttinni um hálfgildings uppreisn í Framsóknarflokki? Og hversu lengi hefur ritstjórinn legið á fréttinni, frétt sem var allan tímann eign Morgunblaðsins?

Hentaði kannski ekki að segja fréttina? Má vera að hagsmunir einhverja hafa valdið því að ritstjórinn ákvað að stinga fréttinni undir stól? Slíkt er aldeilis þekkt í hópi núlifandi formanna Sjálfstæðisflokksins.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: