- Advertisement -

SA: Hefðbundin hótun

SAMFÉLAG Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér sjónarmið og athugasemdir vegna frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldneytismarkaðinn. Þar segir í lokin:

„Skýrslu Samkeppniseftirlitsins lýkur á hefðbundinn hátt með hótun  um að ef annað dugi ekki verði tekin upp verðstýring á eldsneytismarkaði. Stofnunin mun því taka ákvörðun um hvaða starfsemi núverandi olíufyrirtækjum er heimilt að stunda og hvaða starfsemi þau þurfi að losa sig við. Samkeppniseftirlitið mun ákveða hverjir megi eiga olíufélög og hverjir ekki. Það mun ákveða hve margar bensínstöðvar mega vera og hvar. Það mun ákveða hvenær breyta megi verði og svo hvert verðið skuli verða. En það er engan veginn víst að þessar aðgerðir muni skila neytendum ábata sem stofnunin vonast eftir.

Miðað við meginniðurstöður skýrslunnar þar sem ekki er upplýst um nein brot á lögum, ósannfærandi mat á hvert eigi að vera eldsneytisverð í smásölu, ekkert mat lagt á hvað áhrif einstök úrræði yfirvalda geti haft á eldsneytisverð verður ekki séð að efni sé til breytinga á skipulagi fyrirtækja eða uppskiptingu þeirra. Það liggur heldur ekki í augum uppi hvernig markaðurinn muni þróast á næstu árum þrátt fyrir ofurtrú stjórnvalda á eigin getu til að sjá fyrir óorðna hluti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: