- Advertisement -

Sættast Ísraelar á umskurðarbannið?

Málið verður rætt á Alþingi í dag. Það er Birgir Þórarinsson Miðflokki sem spyr um hvort afleiðingar af umskurðafrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi kallað á viðbrögð erlendis frá.

„Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“

Þannig hljómar fyrsta spurning af fjórum sem Birgir Þórarinsson hefur lagt fyrir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og rætt verður á Alþingi í dag.

Birgir spyr einnig hvort ráðuneytið hafi fengið skilaboð um að málið geti haft áhrif á samskipti Íslands og Ísraels. Og eins hvort önnur ríki, trúfélög, hópar eða einstaklingar haft samband við ráðuneytið vegna frumvarpsins? „Ef svo er, hvaða ríki og hverjir hafa haft samband? Hver hafa skilaboð þeirra verið?“

Og að lokum spyr Birgir Þórarinsson hvort Guðlaugur Þór telji að málið geti haft áhrif á viðskiptahagsmuni íslenska ríkisins og íslenskra lögaðila og þá hvernig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: