- Advertisement -

Sakar Bjarna um hrein ósannindi

Bjarni segkir þingmanninn vera með útúrsnúninga. „Þetta er bara ósatt, herra forseti,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.

Bjarni Benediktsson vakti venju fremur atygli í Kastljósþætti þegar hann sagði að búið væri að hækka bætur í 300 þúsund krónur og eignaði sér það verk.

„Ég veit ekki hvort á að hlæja eða gráta yfir þessari fjölmiðlainnkomu hæstv. ráðherra. Þarna leyfði hann sér að fullyrða að búið væri að hækka lágmarksellilífeyri upp í 300 þús. kr. þegar hið rétta er að lágmarkslífeyrir eldri borgara er hvorki meira né minna en 239.484 kr., tæplega 240.000 kr., herra forseti,“ sagði Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu í þingræðu fyrir skömmu.

Bjarni greip til varna og sagði: „Hér er augljóslega verið að reyna að snúa út úr vegna þess að þegar tekið er tillit til heimilisuppbótar þá eru þessar sömu bætur einmitt 300 þús. kr.“

Helga Vala gaf sig ekki: „Hér var spurt um hvers vegna var verið að segja ósatt í Kastljóssþætti ríkissjónvarpsins þegar fullyrt var að lágmarkslífeyrir væri 300 þús. kr. Heimilisuppbótin er eingöngu fyrir einn af hverjum fjórum sem fá þennan lífeyri, einn af hverjum fjórum. Það er ekki lágmarkslífeyrir. Það er heimilisuppbót sem er til viðbótar fyrir einungis fjórðung af þeim sem fá þennan lífeyri. Hvernig stendur þá á því að sá sem fer með fjárveitingavaldið lætur eins og þetta sé eitthvað sem allir fá? Þetta er bara ósatt, herra forseti.“

Bjarni kom að því að ekki fái allir heimilisuppbót. „Það er bara ósköp einfaldlega þannig að umræðan hefur snúist um þetta að teknu tilliti til heimilisuppbótar, sem sannarlega gengur eingöngu til þeirra sem búa einir og er viðurkenning á því að það er kostnaðarsamara að halda úti heimili ef maður er einn í heimili borið saman við það að deila því með öðrum. Þá kemur þessi heimilisuppbót.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: