- Advertisement -

Samfélag fyrir fáa eða alla?

Gunnar Smári Egilsson.

Markmið velferðarsamfélaga eftirstríðsáranna var örugg atvinna fyrir alla, félagslegt húsnæðiskerfi, ókeypis menntakerfi, ókeypis heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar sem tryggðu framfærslu hópum, sem ekki geta stundað atvinnu (aldraðir, öryrkjar, sjúklingar, námsfólk o.s.frv.).

Á nýfrjálshyggjutímunum var fyrst fallið frá öruggri atvinnu fyrir alla, það var skilgreint sem óæskilegt markmið og að temmilegt atvinnuleysi væri hollt samfélaginu, héldi aftur af launakröfum og dempaði óhófleg völd launafólks og verkalýðshreyfingarinnar.
Næst var lagt til atlögu við félagslega íbúðakerfið; víða var dregið úr framboði á leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaga og þær íbúðir einkavæddar með sölu til leigjenda en oftar með sölu til einkarekinna leigufélaga. Sama má segja um félagslegt eignaríbúðakerfi eins og verkamannabústaðina, það var einkavætt.

Krafan um lægri skatta
Gjaldtaka var aukin innan mennta og heilbrigðiskerfisins, ekki aðeins til að afla fjár til að fjármagna skattalækkanir til hinna ríku heldur líka til að draga úr trausti hinna betur settu á samtryggingu, samspili skattkerfis og velferðarkerfanna. Á eftirstríðsárunum fengu allir ókeypis heilbrigðis- og menntaþjónustu, óháð efnahag. Á nýfrjálshyggjutímanum var stuðningurinn tekjutengdur svo að hin betur settu gátu metið það svo að þau fengju lítið sem ekkert af opinberri þjónustu fyrir skattana sína. Þetta var gert svo þessi hópur væri líklegri til að styðja eintóna kröfur hinna ofsaríku um lækkun skatta.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Á eftirstríðsárunum var byggt upp félagslegt íbúðarhúsnæði sem lækkaði húsnæðiskostnað hjá þeim sem fengu slíkar íbúðir. Á nýfrjálshyggjutímanum var leigan hækkuð og það réttlætt með því að húsaleigubætur myndu brúa hækkunina. Innan tíðar var enginn munur á húsnæðiskostnaði hjá þeim sem leigðu í félagslega kerfinu eða utan þess.

Stéttaskiptingunni viðhaldið
Sama má í raun segja um almannatryggingakerfið. Með því að færa eftirlaunakerfið frá sköttum og almannatryggingum (fólk borgar inn eftir tekjum en allir fá það sama út) yfir í iðgjöld og lífeyri (allir borga sama hlutfall tekna inn og fá út í samræmi við ævitekjur, þ.e. stéttaskipting viðhelst). Barnabætur, húsnæðisbætur og annað var sömuleiðis tekjutengt; hætti að vera réttur allra út úr sameiginlegu samtryggingarkerfi og urðu sérstakur styrkur til hinna allra verst settur, oft notaður sem yfirvarp til að draga úr öðrum stuðningi. Á eftirstríðsárunum var byggt upp félagslegt íbúðarhúsnæði sem lækkaði húsnæðiskostnað hjá þeim sem fengu slíkar íbúðir. Á nýfrjálshyggjutímanum var leigan hækkuð og það réttlætt með því að húsaleigubætur myndu brúa hækkunina. Innan tíðar var enginn munur á húsnæðiskostnaði hjá þeim sem leigðu í félagslega kerfinu eða utan þess. Þar með var búið að byggja upp rök til að selja húsnæði út úr félagslega kerfinu, það skipti engu máli hver rak það þar sem það var gert út frá sömu forsendum og óheftu leigufélögin.

Rangindi um lægri skatta
Á sama tíma hafa skattar fyrirtæki, fjármagn og á hin ríku verið lækkaðir. Kenningin var að það myndi auka skatttekjur, ekki lækka. Það gekk auðvitað ekki eftir svo hið opinbera safnaði fyrst skuldum til að reka áfram velferðarkerfin, hóf síðan stórfellda gjaldtöku þegar ekki var hægt að auka skuldirnar meira, dró úr þjónustu og hækkaði skatta á almennt launafólk.
Yfirgáfu jöfnun og velmegun allra
Öll meginmark eftirstríðsáranna um aukinn jöfnuð og almenna velmegun hafa verið yfirgefin: örugg atvinna fyrir alla, öruggt húsnæði fyrir alla, ókeypis heilbrigðisþjónusta og menntun, trygg framfærsla fyrir þau sem ekki getað afla tekna og tekjujöfnun í gegnum skatta og félagslegan stuðning. Og til hvers? Til að búa til verra samfélag?

Fyrir síðustu kosninga reyndu allir meginstraumsflokkarnir að koma sér undan að ræða þetta niðurbrot samfélagsins

Vildu ekki ræða niðurbrotið
Fyrir síðustu kosninga reyndu allir meginstraumsflokkarnir að koma sér undan að ræða þetta niðurbrot samfélagsins. Þeir vildu fremur ræða innviði. Innviðir eru skólar, sjúkrahús, vegir og önnur samgöngutæki og þau sameiginlegu kerfi sem samfélagið byggir á; bæði rekstur fyrirtækja og lífskjör almennings. Ég ætla að fá að endursegja ykkur kunnustu söguna af uppbyggingu innviða úr seinna tíma stjórnmálum.

Samfélag fyrir okkur öll
Almenningur í Bandaríkjunum brást við kreppunni miklu með því að flykkjast í stéttarfélög og stjórnmálaflokka. Hrunið 1929 markaði endalok einstaklingshyggjunnar, það sannaðist að kenningin um að þegar hver hugsaði um sjálfan sig fyrst og fremst risi upp nýtt og gott samfélag millum okkar reyndist firra; þess í stað gróf þessi hugmyndastefna undan samfélaginu og leiddi að lokum til siðferðisleg hruns, efnahagsleg og stjórnmálalegs, sem kallaði á róttæka uppstokkun. Veröldin sem var hrundi og það þurfti að byggja upp nýjan heim og helst ekki gera neitt eins og áður var gert. Þess vegna flykktist fólk í stéttarfélög og önnur félög þar sem það gat myndað samstöðu og barist fyrir bættu samfélagi, samfélagi sem rúmaði okkur öll, en ekki aðeins bara þau sem flutu ofan á.

Það var þessi bylgja sem náði að sveigja stefnu ríkisstjórnar Roosevelt í átt að kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar; örugg atvinna handa öllum, sjúkratryggingar, ókeypis nám, öruggt húsnæði og annað sem varð leiðarljós samfélaga á Vesturlöndum á eftirstríðsárunum.

Þá voru félagsleg markmið meginmarkmið
Það var þessi bylgja sem náði að sveigja stefnu ríkisstjórnar Roosevelt í átt að kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar; örugg atvinna handa öllum, sjúkratryggingar, ókeypis nám, öruggt húsnæði og annað sem varð leiðarljós samfélaga á Vesturlöndum á eftirstríðsárunum. Þetta var New Deal, ný þjóðarsátt um samfélag byggt á samhjálp. Ef við höldum okkur við Bandaríkin má segja að hápunktur þessarar stefnu hafi síðan verið Great Society-stefna ríkisstjórnar Lyndon B. Johnson um miðjan sjöunda áratuginn sem boðaði sjúkratryggingar handa öllum, aukin borgarleg réttindi, öruggt húsnæði, hækkun lágmarkslauna og eftirlauna o.s.frv. Stefnan var réttlætt með því að engin réttlæting væri fyrir formlegu samfélagi millum okkar nema til að bæta stöðu hinna verr stæðu. Félagsleg markmið voru meginmarkmið, ekki eitthvað sem við gerum ef okkur tekst að uppfylla öll önnur; hernaðaröryggi, löggæslu, fjársterk fyrirtæki o.s.frv.

New Deal var góð leið
En ég ætlaði að segja ykkur frá innviðum. Að baki New Deal var gríðarátak ríkis og fylkja í uppbyggingu innviða; skóla, sjúkrahúsa, vega, lestarteina, hafna o.s.frv. Þetta reyndist bæði góð leið til að draga úr atvinnuleysi og efla þar með hagkerfið með eyðslu launafólksins; en ekki síður sem grunnurinn undir velsæld eftirstríðsáranna. Styrking innviða lyfti ekki aðeins lífskjörum fólks heldur lyfti undir með fyrirtækjum, sem höfðu nú aðgengi að ókeypis innviðum og greiddu fyrir það með sköttum. Þjóðvegakerfið og járnbrautirnar stækkuðu markaðssvæði, virkjanir sköffuðu öruggt rafmagn, hafnirnar styttu leiðina á erlendra markaði, skólarnir skiluðu menntuðu starfsfólki, sjúkrahúsinu réttu við heilsu þess o.s.frv.

Ríkisstjórnin segist engan pening finna fyrir uppbyggingu vega, skóla eða sjúkrahúsa. Það er ekki pólitískur vilji til að nýta sameiginlega sjóði til að byggja upp innviði og eftir skattalækkanir til fyrirtækja.

Finna enga peninga
Umræðan um innviði í dag er ekki á þessum nótum. Ríkisstjórnin segist engan pening finna fyrir uppbyggingu vega, skóla eða sjúkrahúsa. Það er ekki pólitískur vilji til að nýta sameiginlega sjóði til að byggja upp innviði og eftir skattalækkanir til fyrirtækja, fjármagns og hinna ríku á undanförnum árum samhliða trúarsetningum nýfrjálshyggjunnar um að ríkisrekstur sé eins og heimilisrekstur, að ekki megi prenta peninga til góðra verka; meta stjórnmálamenn það svo að það sé heldur fjárhagsleg geta til þess.

Endurómur stjórnmálafólks
Innviðauppbygging ríkisstjórnarinnar verður því ekki á félagslegum grunni, sameiginlegt átak til að gera líf íbúanna auðveldar og styðja við atvinnulífið heldur átak sem mun verða fjármagnað og framkvæmt af einkaaðilum svo þeir geti tekið sína sneið af rekstri vegakerfisins, skóla- og heilbrigðiskerfisins, virkjunum og höfnum, almannasamgöngum, félagslega íbúðakerfinu o.s.frv. Umræða um uppbyggingu innviða á okkar tímum er ekki drifin áfram af almannasamtökum heldur einkafyrirtækjum og samtökum þeirra sem sjá fram á öruggan gróða af því að sjúga sig fast á það sem áður var sameiginlegt verkefni samfélagsins og ókeypis öllum. Og stjórnmálafólkið endurómar þessar kröfur; kröfur hinna fáu að geta hagnast meira af lífi og starfi hinna mörgu.

Ronald Reagan og aðrir nýfrjálshyggjuforsetar; Bush, Clinton, Bush, Obama og Trump; hafa skrúfað niður þann ávinning.

Verkalýðshreyfingin moluð niður
Viðbrögð auðvaldsins í Bandaríkjunum við New Deal var að byggja upp áætlun til að mola verkalýðshreyfinguna, svo hún hefði aldrei afl til beita stjórnvöld sama þrýstingi og hún hafði gert gagnvart ríkisstjórn Roosevelt. Næsta skref var að grafa undan hugmyndastefnunni, sósíalismanum, og lita hann sem landráð og óþjóðrækin tengsl við útlend stórveldi. Þetta tókst auðvaldinu í Bandaríkjunum. Þegar komið var að Great Society Johnson var kommúnista- og sósíalistaflokkar svo gott sem bannaðir, félagar þessara flokka ofsóttir og fengu hvergi vinnu og verkalýðshreyfingin var orðin veik og átti eftir að veikjast enn. Það varð því lítið úr Great Society Johnson, þótt markmið hans hafi verið magnaðri, réttlátari og fegurri en New Deal Roosevelt. Munurinn var að í New Deal var það hreyfing fólksins sem reis upp og breytti stjórnvöldum. Þegar pólitísk virkni almennings hefur verið brotin niður geta stjórnmálamenn

Nýfrjálshyggjuforsetar skrúfuðu niður
Sagan er auðvitað ekki alveg svona einföld, en svona eru meginstraumarnir. Þótt margt gott hafi komið út úr réttindabreytingum Great Society þá var það ekki betur varið en svo að Ronald Reagan og aðrir nýfrjálshyggjuforsetar; Bush, Clinton, Bush, Obama og Trump; hafa skrúfað niður þann ávinning. Það vantaði virka fjöldahreyfingu til verja rétt almennings og knýja á um samfélagsbreytingar. Það var ekki fyrr en nokkru eftir Hrunið 2008 að sósíalisminn tók að rísa í Bandaríkjunum. Og víðar á Vesturlöndum.

 

Gunnar Smári Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: