- Advertisement -

Samfylkingin finnur lausnina

Leiðari Gott er þegar fólk hugsar í lausnum. Það á við um fólkið í Samfylkingunni. Öll munum við að eftir stofnun flokksins naut hann umtalsverðs fylgis. Svo tók að halla undan og ávallt hraðar og hraðar og svo fór að lokum að flokkurinn magalenti á botninum. Rétt slapp við eigin dauða.

Þá er spurt, hvað ber að gera? Féll flokkurinn vegna þess að stefnan er ekki góð? Eða var það vegna þess að ekki tókst að framfylgja boðaðri stefnu? Eða kann að vera að það sé vegna þess að ekki hafi tekist að fá rétta fólkið til leiða flokkinn? Eða var það vegna þess að allt þetta fór saman? Nei, alls ekki.

Samfylkingin hefur fundið svarið. Það er nafnið. Samfylkingin. Nú er leit hafin að öðru og nýju nafni. Þegar það finnst, já þegar það finnst, hefst flokkurinn á flug. Þá verður gaman.

Það sér það hver maður að allt annað og betra verður að reka sömu stefnuna með sama fólkinu undir nýju nafni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samfylkingin, eða hvað sem hún mun kallast, hefur fundið sinn stökkpall.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: