- Advertisement -

Samfylkingin skellir á eigið fólk

- fullyrt er að Össur, Árni Páll, Sigríður Ingibjörg og Helgi Hjörvar fái hvergi að koma nærri í komandi kosningum.

Stjórnmál Ef marka má frétt á vef Hringbrautar hefur núverandi forysta Saamfylkingarinnar tilkynnt því flokksfólki sem verst fór úr kosningunum í fyrra að þau fái ekki sæti á lista flokksins í komandi kosningunum, ekki einu sinni neðstu sæti á listunum.

„Fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík verða hvergi á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar.

Þetta eru þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson.

Ekki er vitað hvort þau hugðust sækjast eftir sæti á framboðslista, en allt að einu er þetta niðurstaða flokksfélaga í Reykjavík.

Hefð er fyrir því að fyrrverandi forystumenn skipi neðstu sæti á listum, svokölluð heiðurssæti, en þau sæti eru ekki einu sinni í boði að þessu sinni.

Samkvæmt upplýsingum Hringbrautar hefur þingmönnunum fyrrverandi þegar verið tilkynnt um þessa skipan mála.

Össur Skarphéðinsson var árum saman formaður og ráðherra flokksins. Hringbraut er ekki kunnugt um að fyrrverandi formanni nokkurs flokks hafi áður verið hafnað í heiðurssæti á framboðslista.

Rökstuðningur fyrir þessari ákvörðun mun vera að með þessu geri Samfylkingin skýr skil á milli fortíðar og framtíðar,“ segir á hringbraut.is.

Þá segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki breyta framboðslistum sínum frá síðustu kosningum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: