- Advertisement -

Samtakamáttur Samtaka atvinnulífsins

 

Bolli Héðinsson hagfræðingur skrifar:

Við lif­um óvenju­lega tíma. Tíu árum eft­ir hrunið rík­ir úlfúð og ósætti í sam­fé­lagi okk­ar. Mitt í öllu ósætt­inu eru ráðamönn­um þjóðar­inn­ar af­hent­ar ríf­leg­ar launa­hækk­an­ir á silf­urfati og fyr­ir­tæki lands­ins, sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga að stór­um hluta, ákveða að gera vel við stjórn­end­ur sína og hækka veru­lega við þá laun­in sem þó voru ríf­leg fyr­ir. Stjórn­völd hreyfa ekki litla fing­ur til að vinda ofan af launa­hækk­un­inni sem þeim var rétt og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA), sem til­nefna helm­ing stjórn­ar­manna al­mennu líf­eyr­is­sjóðanna, tala fjálg­lega um hóf­leg­ar hækk­an­ir til stjórn­enda fyr­ir­tækja þar sem full­trú­ar líf­eyr­is­sjóðanna sitja í stjórn­um. Lítið er svo gert til að tryggja að hin fögru fyr­ir­heit gangi eft­ir. Eða ætli al­menn­ing­ur telji að fyr­ir­tæk­in,

„…starfi í góðri sátt við um­hverfi sitt og sam­fé­lag. Launa­kjör æðstu stjórn­enda séu hóf­leg, inn­an skyn­sam­legra marka og of­bjóði ekki rétt­lætis­kennd al­menn­ings“ eins og seg­ir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu SA? Eru það ekki ein­mitt launa­kjör stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna sem nú eru að mis­bjóða rétt­lætis­kennd al­menn­ings?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar vak­in er at­hygli á hversu illa mál­flutn­ing­ur SA rím­ar við gjörðir fyr­ir­tækj­anna og upp­lif­un al­menn­ings af tekju­skipt­ingu í land­inu, eins og gert var í grein í Frétta­blaðinu 18. sept­em­ber þá skrif­ar fram­kvæmda­stjóri SA grein í Morg­un­blaðið 25. sept­em­ber sl. þar sem hann rek­ur meðaltals­hækk­an­ir stjórn­enda og launþega til að sýna fram á að stjórn­end­ur séu vel að þess­um hækk­un­um komn­ir. Ekki kem­ur fram ofan á hvaða laun hækk­an­irn­ar voru reiknaðar og ekki virðist hvarfla að hon­um að e.t.v. hafi laun­in, sem hækk­an­irn­ar reiknuðust ofan á, verið of há miðað við þann veru­leika sem Íslend­ing­ar búa við í dag og hækk­an­irn­ar því bein­lín­is til þess falln­ar að auka á úlfúð og ósætti í sam­fé­lag­inu.

Því ættu sam­tök launa­fólks að treysta fé­lags­skap sem not­ar sam­taka­mátt sinn ein­göngu til að semja við verka­lýðsfé­lög en neita að nota sam­taka­mátt­inn til að halda aft­ur af of­ur­laun­um stjórn­enda í at­vinnu­líf­inu?

Við ein­hverj­ar til­tekn­ar aðstæður hefði sam­an­b­urður á pró­sentu­töl­um á borð við þær sem born­ar eru fram í grein­inni haft eitt­hvað að segja. En við búum við allt aðrar aðstæður á öðrum og óvenju­legri tím­um sem kall­ar á óvenju­leg­ar ráðstaf­an­ir. Ráðstöf­un­un­um sem SA gætu gripið til var lýst í grein­inni í Frétta­blaðinu og einnig á opn­um fundi með Lands­sam­bandi líf­eyr­is­sjóða fyr­ir hálfu þriðja ári.

SA gætu sem hæg­ast notað sam­taka­mátt sinn til að hindra þá of­ur­launaþróun sem þegar er orðin og fyr­ir­séð hjá stjórn­end­um fyr­ir­tækja í eigu líf­eyr­is­sjóðanna. Þannig gætu SA látið yf­ir­lýs­ing­ar þeirra um að laun stjórn­enda „skuli vera hóf­leg og í sam­ræmi við ís­lensk­an launa­veru­leika“ verða að veru­leika. Fram­kvæmd­in hjá SA fram að þessu ber ekki vott um að hinar frómu ósk­ir for­ráðamanna SA séu neitt annað en orðin tóm.

Því ættu sam­tök launa­fólks að treysta fé­lags­skap sem not­ar sam­taka­mátt sinn ein­göngu til að semja við verka­lýðsfé­lög en neita að nota sam­taka­mátt­inn til að halda aft­ur af of­ur­laun­um stjórn­enda í at­vinnu­líf­inu?

Greinin birtist fyrst í Mogganum í gær, laugardag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: