- Advertisement -

Sanna Magdalena mælist inni

Gunnar Smári Egilsson, skrifar.

Sanna Magdalena Mörtudóttir er inni í borgarstjórn samkvæmt könnun Gallup í Viðskiptablaðinu. Þetta er spurningavagn sem tekinn var frá 2. maí til 14. maí. Samkvæmt honum fá sósíalistar 3,8%, bæta við sig 1,7 prósentustigi frá könnun Gallup í apríl. 

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin níu fulltrúa, VG einn og Píratar þrjá. Meirihlutinn myndi því halda með þrettán fulltrúa. Samfylkingin mælis stærst með 31,2%, nánast það sama og í kosningunum 2014 en nokkru meira en í síðustu könnun Gallup. Píratar tapa frá síðustu könnun en bæta vel við sig frá 2014, mælast með 11,5%. VG tapar hins vegar lítillega frá kosningunum 2014 og líka nokkru frá síðustu könnun, mælast með 6,7%.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö fulltrúa og 24,8%, minna en 2014 og ívið minna en í síðustu könnun. Framsókn fengi 3,3%, aðeins meira en í síðustu könnun en miklu minna en 2014 þegar flokkurinn fékk 10,7%.

Aðeins þrír nýir flokkar fengju mann kjörinn. Auk Sósíalistaflokksins kæmu inn í borgarstjórn með sitthvorn fulltrúann Viðreisn með 6,5% fylgi og Miðflokkurinn með 4,3%. Báðir tapa þeir frá síðustu könnun og Viðreisn sýnu meiru.

Fylgi þeirra flokka sem ekki ná inn manni er svo: Framsókn 3,3%, Flokkur fólksins 2,9%, Kvennaframboðið 2,0%, Borgin okkar 1,4%, Karlalistinn 1,1% og Höfuðborgarlistinn 0,5%. Alþýðufylkingin, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn mælast ekki. Alls falla 11,2% atkvæða dauð, á flokka sem ekki ná inn manni. Það er óvenju hátt hlutfall. Ef þau atkvæði fara á flug fram að kjördegi getur ýmislegt gerst.

Ef fylgissveiflur frá apríl fram í fyrri hluta maí eru skoðaðar sést að Samfylkingin bætir við sig 3,4 prósentustigum og einnig Sósíalistaflokkurinn (1,7), Kvennahreyfingin (1,5) Framsókn (1,4), Borgin okkar (1,2) og Karlalistinn (0,6) bæta við sig fylgi á meðan þessir listar missa fylgi: Píratar (2,9 prósentustig), VG (2,6), Viðreisn (1,6), Sjálfstæðisflokkur (1,1) og Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Höfuðborgarlistinn (0,5). Þessar sveiflur gefa til kynna hvert straumurinn liggur, þótt hjá sumum flokkanna sé þetta vel innan skekkjumarka.

Sósíalistar voru sem sé komnir með Sönnu Magdalenu inn í borgarstjórn eins og staðan var síðustu tvær vikurnar. Og sósíalistar eru enn í sókn. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn utan þings sem mælist með fulltrúa í borgarstjórn og mælist stærri en tveir þingflokkar; Framsókn og Flokkur fólksins. Skál fyrir því.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: