- Advertisement -

Sáttur með frammistöðu Vg

Velferðarnefnd Alþingis fundar í dag. Hvorki formaður né varaformaður nefndarinnar verða á fundinum. Þau eru í sumarfríi.

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna, segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, hafi með aðkomu sinni að ljósmæðradeilunni  sýnt og sannað að Vinstri græn hafi mikinn vilja til að lausn fáist í málinu. Hún hafi gert sitt.

Rætt var við Ólaf Þór í Morgunvatkinni á rás 1 rétt í þessu.

Ólafur Þór er varaformaður velferðarnefndar Alþingis, en nefndin kemur saman til fundar í dag vegna málsins, en Ólafur Þór kemst ekki til fundarins, ekki frekar en Halldóra Mogensen, þar sem þau eru í sumarfríi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óðinn Jónsson spurði Ólaf Þór, þá sem lækni, um alvarleika málsins. Sem hann sagði vera mikinn og bætti við að ef til yfirbanns komi verði staðan „grafalvarleg“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: