- Advertisement -

SDG: Plan vogunarsjóðanna gekk upp

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er ekki sáttur með endalokin í haftalosuninni. Hann skrifar á Facebook.

„Það var löngu orðið tímabært að aflétta höftum af almenningi og lækka svo vexti. Með því sannast endanlega að aðgerðir okkar til að endurreisa efnahagslíf landsins og aflétta höftum heppnuðust fullkomlega. Aðgerðir sem sagðar voru „einstakar í fjármálasögu heimsins“.

En í stað þess að klára planið eins og lagt var upp með og gera þetta að sigurdegi virðist stjórnvöld ætla að nota tækifærið til að leysa vogunarsjóðina út með gjöfum, alla á einu bretti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Takið þátt, eða sitjið eftir

Hann skrifar áfram: „Óttinn reyndist réttur. Það stendur til að verðlauna hrægammana sem vildu ekki spila með (í útboðinu í fyrra) og ákváðu þess í stað að beita áróðri og undirróðri til að hafa áhrif á íslensk stjórnmál.

Stjórnvöld voru á sínum tíma búin að gera mönnum ljóst að þeir sem tækju ekki þátt sætu eftir og gætu setið fastir á lágum eða engum vöxtum í mörg ár. Fyrir vikið voru þeir sem trúðu því að stjórnvöldum væri alvara reiðubúnir til að borga 190 krónur fyrir hverja evru þegar skráð gengi var um 139 krónur.

Þeir sem höfðu séð merki þess að hægt væri að brjóta stjórnvöld a bak aftur tóku ekki þátt og nú fá þeir að kaupa evruna á ca. 137 krónur.“

„Special price for you my friend“

„Sá sem hefði fengið 100 milljón evrur með því að taka þátt í útboðinu fær nú rúmlega 138 milljón evrur. Það er hægt að kaupa margar auglýsingar og ráða marga PR-menn fyrir slíkan mun.

Planið gekk upp hjá vogunarsjóðunum. Þeir fengu kosningar, nýja ríkisstjórn, nýja stefnu og nýtt verð. „Special price for you my friend“.“

Þannig skrifar forsætisráðherrann fyrrverandi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: