- Advertisement -

Segir að fórna eigi sjávarútveginum

Ein svakalegasta samsæriskenningin sem hefur heyrst eða sést lengi lengi birtist í leiðara Davíðs ritstjóra í dag. Hann dregur þrjá flokka í eitt mengi; samfylkingarflokkana. Þar eru Samflykingin og svo Viðreisn og Píratar. Hann telur að flokkunum þremur sé sérlega illa við atvinnulíf á landsyggðinni.

„Eng­in skýr­ing hef­ur feng­ist á viðvar­andi fjand­skap sam­fylk­ing­ar­flokk­anna við grunn­grein­ar ís­lensks at­vinnu­lífs, ekki síst at­vinnu­lífs­ins á lands­byggðinni. Þó verður að telj­ast lík­legt að fjand­skap­ur­inn skýrist af áhug­an­um á að koma Íslandi inn í Evr­ópu­sam­bandið og að sam­fylk­ing­ar­flokk­arn­ir telji til dæm­is að öfl­ug­ur sjáv­ar­út­veg­ur, sem ólíkt sjáv­ar­út­vegi ESB stend­ur á eig­in fót­um og skil­ar miklu til sam­fé­lags­ins, þvæl­ist fyr­ir Evr­ópu­sam­bands­draumn­um.“

Engin sýnileg ástæða er til að gera mikið úr flokkunum þremur. En þetta er um of. Er ritstjóranum full alvara? Telur hann í alvörunni að þingmenn þessara flokka ætli, komist þeir til valda, að fórna sjávarútvegi og landbúnaði?

Auðvitað ekki. Þessi orð Davíðs falla í góðan jarðveg í Borgartúni 35. Hvergi annarsstaðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: