- Advertisement -

Segir rútubílstjóra vera ofborgaða

Rútufyrirtækin rekin með stórtapi og ekki síst vegna „ofurlauna“ rútubílstjóra. Hámarkslaun rútubílstjóra eru rétt rúmar 300 þúsund krónur.

Halldór Benjamín skrifar í Moggann í dag: „Fé­lags­fund­ur Efl­ing­ar og hóp­ferðabíl­stjóra í vik­unni var merki­leg­ur fyr­ir margra hluta sak­ir. Þar kom fram að hug­ur væri í hópn­um fyr­ir kom­andi kjaraviðræður og rétta þyrfti hlut hóp­ferðabíl­stjóra. Und­ir það tók formaður Efl­ing­ar.“

Halldór Benjamín býsnast yfir laununum. Hann segir að með allri yfirvinnu og öllu sem hægt er að týna til fái rútubílstjórar um 75 prósent af meðal­heild­ar­laun­um starfs­manna á al­menn­um vinnu­markaði. „Yf­ir­vinnu­greiðslur voru 25% af heild­ar­laun­um þeirra sem svar­ar til að þeir hafi fengið greidd­ar átta yf­ir­vinnu­stund­ir á viku, en yf­ir­vinnu­greiðslur til þeirra hafa dreg­ist sam­an und­an­far­in ár.“

Og svo er talið í og grátkórinn í Borgartúni kyrjar einum rómi: „Vand­inn er að þrjú stærstu rútu­fyr­ir­tæki lands­ins skiluðu mörg hundruð millj­óna króna tapi á ár­inu 2017 og árið 2018 verður senni­lega lak­ara rekstr­ar­ár. Vænt­ing­ar til næsta árs eru í besta falli hóf­leg­ar.

Spyr sá sem ekki skil­ur: hvað á að sækja hvert?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: