- Advertisement -

Seljum Leifsstöð

Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Björn Leví Gunnarsson ræddu efnahagsmál, innviði og sölu ríkiseigna.

Óli Björn Kárason og Björn Leví Gunnarsson eru almennt ósammála. Þeir skiptust á skoðunum um ríkisfjármálin. Björn Leví vill meina að ekki sé hagkvæmt að taka „lán“ með því að fresta innviða uppbyggingu samfélagsins.

Það er sama lántakan

„Vandamálið er nefnilega að í lántökum í beinhörðum peningum sjáum við rosalega vel hver vaxtakostnaðurinn er. Við höfum það fyrir framan okkur. Þegar við tökum lán í innviðunum okkar með því að halda þeim ekki við, sinna hvorki viðhaldi né uppbyggingunni, sjáum við miklu síður hver kostnaðurinn af því er. Það er alveg sama lántakan sem er einmitt eitt sem fjármálaráð benti á, og hefur bent á ítrekað, að það vantar svokallaða kostnaðar- og ábatagreiningar til að við sjáum skýrt fyrir framan okkur hver af þeim aðgerðum sem við höfum til að fara sem best með almannafé gefur okkur mesta ábatann,“ sagði Björn Leví.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vill selja Leifsstöð

Óli Björn svaraði:

„Við eigum líka að ræða um eignir ríkisins. Nýtum við þær skynsamlega? Nei, ríkið á töluvert af fasteignum, fyrirtækjum, ýmsum eignum sem það nýtir ekki skynsamlega. Ég hef fengið gagnrýni fyrir, m.a. frá félögum hv. þingmanns, þegar ég hef fært rök fyrir því og barist fyrir því að við umbreytum ákveðnum eignum ríkisins og færum inn í samfélagslega innviði. Ég hef t.d. nefnt Flugstöð Leifs Eiríkssonar, að það sé skynsamlegt að selja hana, umbreyta þeim tekjum í vegi og brýr eða byggja upp frekar í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu o.s.frv.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: