- Advertisement -

Sér ekki fyrir endann á fátækt

Hvað höfum við sem erum hátekjufólk að gera með 53.850 kr. í persónuafslátt, á meðan við horfum á fátækt fólk fá útborgað allt niður í 200.000 kr., jafnvel þó að það sé með fjölskyldu?

Inga Sædal.
Hún á sér draum um allir þingmenn sameinist um að útrýma fátækt.

Bjarni Benediktsson sagði á Alþingi, fyrir augnabliki, að hann sá dagur renni seint upp að fátækt verði útrýmt hér á landi.

Inga Sæland lagði spurningar fyrir Bjarna. „Ég á mér þann draum að einhvern tíma auðnist okkur sú gifta að allir alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, sameinist í baráttunni gegn fátækt. Að við sem höfum verið valin til að hugsa um velferð þjóðarinnar séum þess verðug. Að þegar lögð er fram fimm ára fjárhagsáætlun sé aldrei neinn vafi á hver forgangsröðunin á að vera. Það er jú fólkið okkar sem á að vera tekið út fyrir sviga og á alltaf að vera númer eitt,“ sagði hún.

„Því miður er það ekki raunin með þá fjármálaáætlun sem við erum að fara að fjalla um síðar í dag,“ sagði hún og svo: „Þess vegna spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvenær er mögulegt að þessi draumur minn rætist? Getur þú séð það fyrir þér? Hvenær er mögulegt að við stöndum undir þeirri ábyrgð sem okkur er veitt hér sem löggjafanum í landinu?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég held að sá dagur muni seint renna upp að við getum sagt hér á þinginu að verkinu sé lokið,“ sagði Bjarni. „Við á Alþingi tökumst oft á um það hvernig við getum best skapað þau skilyrði að ríkissjóður sé í færum til þess að styðja við þá sem höllum fæti standa í samfélaginu, þá sem ekki hafa náð að leggja til hliðar fyrir eftirlaunaárin, þá sem búa við örorku, þá sem af einhverjum ástæðum rata í þær félagslegu aðstæður að þeir þurfi aðstoð og hjálp, þá sem eru sjúkir.“

Ingu leið ekkert betur eftir svar Bjarna: „Hvað höfum við sem erum hátekjufólk að gera með 53.850 kr. í persónuafslátt, á meðan við horfum á fátækt fólk fá útborgað allt niður í 200.000 kr., jafnvel þó að það sé með fjölskyldu? Það er ekki forgangsraðað rétt. Ég kalla eftir því að við tökum utan um fólkið sem þarf á hjálp okkar að halda.“

Bjarni nefndi t.d. nauðsyn verðmætasköpunnar og honum finnst góður árangur hafa náðst. „Svona gætum við haldið áfram að tína upp dæmin um hvernig okkur hefur tekist vel til, enda komum við vel út þegar lífskjör á Íslandi eru sett í alþjóðlegan samanburð. Ég fór til Frakklands á síðasta ári til að taka við viðurkenningu fyrir að Ísland á lífskjaramælikvarðann sem þar var verið að kynna til sögunnar, endaði í fyrsta sæti.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: