- Advertisement -

Sérhagsmunagæsla spillingaraflanna

„Lang mest fer til þeirra stóru sem eru að söðla undir sig sjávarauðlindina eins og hún leggur sig.“

„Nú er t.d verið að gera Íslandsstofu að sjálfseignarstofnun (fé án hirðis, svona eins og gömlu Samvinnutryggingar sælla minninga) þar sem SA fer mað stjórnina og við borgum áfram brúsann. Það er með hreinum ólíkindum að vera vitni að þessum gjörningum í beinni,“ þannig endar Inga Sæland, formaður Flokks fólsksins pistil sem hún skrifar.

Það bráðvantar nánari skýringar á þessu. Þær koma. Inga byrjar pistilinn hins vegar á máli málanna þessa dagana, það er fyrirhuguð lækkun veiðigjalda.

„Ég mótmæli harðlega þeim ótrúlega áróðri sem stjórnarliðar bera fyrir sig nú varðandi ný lög um lækkun veiðigjalda. Segja að það verði að koma með þessi lög þar sem hin fyrri renni út 31. ágúst og þá verði ekki hægt að innheimta nein veiðigjöld. Staðreyndin er sú að það er einfaldasti hlutur í heimi að löggjafinn komi með breytingu á núgildandi lögum sem felur í sér lengri gildistíma laganna. Við getum þá í þinginu í haust komið með almennilegt frumvarp sem byggir á því að koma til móts við þá sem á þurfa að halda. Ekki eins og nú á að gera að allir fái lækkun veiðigjalda og lang mest fer til þeirra stóru sem eru að söðla undir sig sjávarauðlindina eins og hún leggur sig. Það er komið nóg af sérhagsmunagæslu spillingaraflanna. Þingið öðlast aldrei virðingu og traust með þessu móti,“ skrifaði Inga Sæland.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: