- Advertisement -

Sjálfshátíð fyrirmenna og vanvirðing Dana

Blaðamennirnir Súsanna Svavarsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson eru meðal þess fólks sem er ekki kátt með „Þingvallahátíð“ Alþingis.

Súsanna skrifar: Besta lýsingin sem ég hef heyrt á gærdeginum, „sjálfshátíð fyrirmenna“ kemur frá Hildi Helgu Sigurðardóttur. Ég vona að þessi skilgreining klossfestist við spjöld sögunnar. Og ef þingheimur er móðgaður út í einhverja einstaklinga út af meintum dónaskap eða þjóðina sjálfa fyrir að mæta ekki full af lotningu, þá má sá sami heimur vita að þjóðinni er bara alveg skítsama. Þessi þingtrantaralýður gerir lítið annað en að afhjúpa sinn eigin hégóma, firringu og sjálfsdýrkun í öllu sem það ryður út úr sér við fjölmiðla. Hver halda þau eiginlega að þau séu?

Sigurður Þór skrifar: „Pia blessunin Kjærsgaard sendir þeim Íslendingum tóninn sem nýttu sér sjálfsögð borgaraleg réttindi sín til að mótmæla þátttöku hennar í fullveldishátíð fyrirmanna á Þingvöllum. Segir þetta vanvirðingu og dónaskap í garð Dana, og undir það tekur Steingrímur forseti alþingis og fleiri fyrirmenni.
Ég man ekki betur en að Íslandssagan kenni okkur að Danir sýndu Íslendingum vanvirðingu, dónaskap og yfirgang í 600 ár, og þótt maður eigi ekki að gjalda mönnum rauðan belg fyrir gráan, þá finnst mér finnst þetta óþarfa viðkvæmni hjá dönsku frúnni.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: