- Advertisement -

Sjálfstæðisflokki hefur mistekist

- að endurheimta fyrri styrk, segir Óli Björn. „Í hug­um margra stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur virðing fyr­ir op­in­beru fé farið þverr­andi.“

Óli Björn skrifar að venju í Moggann á miðvikudegi. Hluti greinarinnar fer í sjálfsgagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn og hvað valdi al flokkurinn er svo langt frá fyrri styrk.

„En þrátt fyr­ir að í flestu hafi gengið vel hef­ur Sjálf­stæðis­flokkn­um ekki tek­ist að end­ur­heimta fyrri styrk. Við sem skip­um sveit kjör­inna full­trúa flokks­ins verðum að viður­kenna að okk­ur hef­ur ekki tek­ist að end­ur­nýja sam­bandið við marga kjós­end­ur,“ skrifar Óli Björn.

„Eft­ir­lits­stofn­an­irn­ar lifa góðu lífi“

„Fyr­ir því liggja marg­vís­leg­ar ástæður en í sam­töl­um við gamla sam­herja hef ég skynjað hversu von­svikn­ir marg­ir eru vegna þess hve seint geng­ur að hrinda stefnu­mál­um í fram­kvæmd. Rík­is­út­gjöld­in halda áfram að hækka ár eft­ir ár. Í hug­um margra stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur virðing fyr­ir op­in­beru fé farið þverr­andi. Eft­ir­lits­stofn­an­irn­ar lifa góðu lífi og enn er stór hluti efna­hags­lífs­ins án sam­keppni. Rík­is­fyr­ir­tæki hafa í aukn­um mæli lagt til at­lögu við einka­fyr­ir­tæki. Einka­rekst­ur í heil­brigðisþjón­ustu er í vörn. Sér­eign­ar­stefn­an – einn horn­steinn hug­sjóna Sjálf­stæðis­flokks­ins – er líkt og af­gangs­stærð í dæg­urþrasi stjórn­mál­anna,“ má lesa í grein Óla Björns í Mogganum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vantar sjálfstraust

Hann vitnar í grein sem hann sjálfur skrifaði og birti í Þjóðmálum:

„Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar frá því ég sá mig knú­inn til að skrifa grein­arn­ar tvær í Þjóðmál. Þá taldi ég nauðsyn­legt að huga að rót­um hug­mynda­fræðinn­ar en um leið yrðu kjörn­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins að öðlast sjálfs­traust í mál­flutn­ingi og bar­áttu. Al­menn­ing­ur verði að skynja að þeir tali frá hjart­anu með frelsi ein­stak­lings­ins að leiðarljósi. Að ástríða og sann­fær­ing sé að baki orðum og at­höfn­um.“

Af sam­töl­um síðustu miss­eri við fólk um allt land – bænd­ur, út­gerðar­menn, iðnaðar­menn, sjálf­stæða at­vinnu­rek­end­ur, kenn­ara og lækna – finn ég að marg­ir sakna þess að við sem höf­um tekið að okk­ur að berj­ast fyr­ir hug­sjón­um sjálf­stæðis­stefn­unn­ar á þingi, skul­um ekki tala af meiri ástríðu fyr­ir því sem við telj­um mik­il­væg­ast.“

Talar ekki við alla

Ljóst er að Óli Björn hefur ekki talað við, hið minnsta ekki hlustað, á öryrkja og aðra sem hafa það hvað verst. Því á einum stað í Moggagreininni skrifar hann: „Kaup­mátt­ur hef­ur aldrei verið meiri, at­vinnu­leysi lítið og verðlag hef­ur verið stöðugt. Lífs­kjör á Íslandi eru með þeim bestu sem þekkj­ast í heim­in­um.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: