- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur vildi fátt, en fékk ekki neitt

- Þorsteinn Pálsson segir mestu hættuna vera að Sjálfstæðisflokkur nái saman með VG og Framsókn.

Þorsteinn Pálsson skrifar um stjórnarsamstarfið. „Að svo komnu hafa Viðreisn og Björt framtíð því átt erindi í þetta stjórnarsamstarf.“

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og nú félagi í Viðreisn, skrifar um stjórnarsamstarfið á Kjarnann.

Hann segir að við myndun ríkisstjórnarinnar hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn aðeins farið fram á skatta­lækk­anir en óbreytt ástand að öðru leyti.

„Nið­ur­staðan var sú að engar skatta­lækk­anir voru sam­þykkt­ar,“ skrifar Þorsteinn

Aðeins orðin tóm

Formaðurinn fyrrverandi sendir sínum gamla flokki tóninn: „Það sem helst sker í augu í þessu stjórn­ar­sam­starfi eru kröft­ugar og ítrek­aðar yfir­lýs­ingar þing­manna og jafn­vel ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins um and­stöðu við ein­stök atriði í stjórn­ar­sátt­mál­anum og við ákvarð­anir sem teknar hafa verið við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Þetta er veik­leiki sam­starfs­ins. Satt best að segja er fremur óvana­legt að sjá brotala­mir af þessu tagi í for­ystu­flokki í rík­is­stjórn­ar.“

Þorsteinn er á því að andstaðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi ekki haft mikil áhirf. „Enn sem komið er hefur þetta ástand þó ekki leitt til þess að fram­gangur mála hafi stöðvast. Orðin hafa að því leyti verið tóm. En það getur vita­skuld breyst. Og ekk­ert er eðli­legra en minni­hluta­flokk­arnir bindi vonir við það.

Varnir gegn stöðnun

Þorsteinn fjallar einnig um hugsnlegar breytingar á landsstjórninni. „Að svo komnu hafa Við­reisn og Björt fram­tíð því átt erindi í þetta stjórn­ar­sam­starf. Mesta hættan fyrir þessa tvo flokka í fram­hald­inu er sú að í því breiða sam­tali sem lagt hefur verið upp með á nokkrum sviðum nái Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn saman með þeim tveimur flokkum í minni­hlut­anum sem mest eru á móti breyt­ing­um. Á næstu mán­uðum eða miss­erum kom­ast þeir flokkar tæp­ast hjá því að svara hvert hugur þeirra stefnir í þeim efn­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: