- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn sem brunarústir

„Þetta er einfaldlega fylgishrun og ekki að ástæðulausu að fylgismenn flokksins spyrji hvað valdi.“

Stjórnmál „Fyrir nokkrum dögum hafði viðmælandi minn orð á því að sá sem nær kjöri í leiðtogakosningum taki ekki við góðu búi heldur brunarústum. Það er því miður of mikið til í þessum orðum,“ þannig skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri og einn helsti áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum á seinni hluta síðustu aldar, í Morgunblaðið í dag.

Fylgishrunið

Styrmir lítur til baka og skrifar: „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur verið í miðpunkti pólitískra umræðna síðustu daga vegna svonefnds leiðtogaprófkjörs í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, sem fram fer að tveimur vikum liðnum. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að flokkur, sem áratugum saman hafði meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, missti hann eitt kjörtímabil en endurheimti, naut fylgis einungis 25,7% í síðustu borgarstjórnarkosningum 2014 og enn minna fylgis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu þingkosningum eða innan við 23%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er einfaldlega fylgishrun og ekki að ástæðulausu að fylgismenn flokksins spyrji hvað valdi.“

Styrmir skýrir það meðal annars með minna og veikara flokksstarfi en áður var. „Og þess vegna er sennilega komið að mikilvægum þáttaskilum í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og þar með á landsvísu.“

Vonbrigði

Þó Styrmir segi það ekki beint er víst að hann er vonsvikinn með hvernig til er að takast með leiðtogaprófkjörið í Reykjavík, sem stefnir í að verða flokknum mikið áfall.

„Að öðrum kosti er hætta á því, að fylgisþróunin haldi áfram í sömu átt í höfuðborginni og einkennt hefur þessa öld. Ætla verður að metnaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé meiri en svo.“

„Það verður tæpast sagt að mikil ásókn hafi verið í framboð í því leiðtogakjöri, sem fram undan er,“ skrifar Styrmir. „Gera má ráð fyrir að í kjölfar þess, hvernig sem það fer, hefjist umræður um kosti og ókosti þess. Það er mikilvægt að slíkar umræður fari fram. Þetta er tilraun og ekki endilega víst að ástæða sé til að endurtaka hana.“

Nægur metnaður?

„Í kosningabaráttunni, sem fram undan er, verður það að sjást að Sjálfstæðisflokkurinn geri sér grein fyrir að svona gengur þetta ekki lengur. Það verður að hrista upp í bæði flokksstarfi og stefnumálum,“ skrifar Styrmir og endar svo ádrepu sína með þessum orðum:

„Að öðrum kosti er hætta á því, að fylgisþróunin haldi áfram í sömu átt í höfuðborginni og einkennt hefur þessa öld. Ætla verður að metnaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé meiri en svo.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: