- Advertisement -

Sjómönnum heitt í hamsi

Vinnumarkaður Það var hiti í sjómönnum sem sóttu fund hjá Verkalýðsfélagi Akraness í gær og sagt er frá hér.

Fundarmönnum var heitt í hamsi yfir þeirri óbilgirni sem þeir finna frá útgerðarmönnum og brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum og í sumum tilfellum eru skipverjar einungis 8 um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Kom skýrt fram hjá sjómönnum sem sóttu fundinn að þeir telji að verið sé að ógna þeirra öryggi illilega með þeirri fækkun sem er að eiga sér stað. Töldu þeir afar brýnt að hvergi yrði hvikað frá þeirri kröfu að tryggð yrði lágmarksmönnun um borð í skipunum enda eru þeir eins og áður sagði farnir að telja að þessi fækkun sé farin að auka verulega slysahættu og að öryggi þeirra sé ógnað, segir á heimasíðu félagsins.

Olíuverð hefur hríðfallið

„Fundarmönnum var heitt í hamsi yfir þeirri óbilgirni sem þeir finna frá útgerðarmönnum og brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum og í sumum tilfellum eru skipverjar einungis 8 um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Kom skýrt fram hjá sjómönnum sem sóttu fundinn að þeir telji að verið sé að ógna þeirra öryggi illilega með þeirri fækkun sem er að eiga sér stað. Töldu þeir afar brýnt að hvergi yrði hvikað frá þeirri kröfu að tryggð yrði lágmarksmönnun um borð í skipunum enda eru þeir eins og áður sagði farnir að telja að þessi fækkun sé farin að auka verulega slysahættu og að öryggi þeirra sé ógnað.“

Allan fisk á markað

„Það gætir mikillar gremju á meðal sjómanna í þessari kjaradeilu enda er þolinmæði þeirra á þrotum. Meginkrafa sjómanna er að þeir fái bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar en hann var tekinn af sjómönnum í þrepum. Einnig er krafa frá sjómönnum um að tekið verði á verðmyndun sjávarafurða og allur fiskur fari á markað. Eins og áður sagði vilja sjómenn einnig að tekið verði á mönnunarmálum á skipum en krafa er um að á uppsjávarskipunum verði eigi færri en 10 skipverjar þegar veiðar eru stundaðar með flottrolli og eigi færri en 12 þegar um nótaveiðar er að ræða og 15 á ísfiskstogurum. Öllum þessum kröfum hafa útvegsmenn alfarið hafnað.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: