- Advertisement -

Sjötti hver mun kjósa Sjálfstæðisflokkinn

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn mælist undir 20 prósentum í könnun MMR sem birt var í dag. Það hefur aldrei gerst hjá Gallup og aðeins einu sinni áður hjá MMR, í janúar 2016 nokkrum mánuðum áður en Panamaskjölin sprengdu upp ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben. Lakri útkomu Sjálfstæðisflokksins hlýtur allt réttsýnt fólk að fagna. Í könnun MMR tóku 81,4 prósent þátttakenda afstöðu til flokka. Það voru því aðeins 16,1 prósent aðspurða sem sögðust vilja kjósa Sjálfstæðisflokkinn, um sjötti hver maður. Það er fráleitt að slík minnihlutaskoðun, sem stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er orðin, skuli enn liggja eins og mara yfir stjórnmálunum, dómínera stjórnkerfið, drottna yfir dómskerfinu og eitra fjölmiðlana.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: