- Advertisement -

Skattleggjum verktaka og lóðabraskara

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfultrúi Sósíalistaflokksins, vill að Reykjavíkurborg hækki byggingarréttargjaldið úr 45 þúsund krónum á fermetra upp í 53 þúsund krónur á fermetra. Hún vill að innkoman verði nýttt til að tvöfalda stofnframlag borgarinnar til félagslegra íbúða og íbúðaruppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga.

„Með því að hækka byggingarréttargjaldið almennt, þá er í raun verið að skattleggja verktaka og lóðabraskara sem leitast við að hagnast á byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða. Hækkun byggingarréttargjaldsins almennt myndi því fjármagna aukið stofnframlag borgarinnar til íbúða sem eru ætlaðar hinum efnahagslega verr stöddu,“ segir í tillögunni.

„Þannig væri verið að eyða verðhækkandi áhrifum byggingarrétttargjaldsins á félagslegar íbúðir og íbúðir í óhagnaðardrifnum leigufélögum. Til að gefa dæmi um hvernig þessi breyting kynni að líta út má taka ímyndað dæmi. Ef 25 prósent nýrra íbúða eru innan félagslega kerfisins og þær eru almennt minni en þær íbúðir sem byggðar eru á hinum óhefta markaði, til dæmis 50% minni að meðaltali, þá mætti fella út verðáhrif byggingarréttargjaldsins á félagslegar íbúðir með því að hækka gjaldið á aðrar íbúðir úr 45 þúsund krónum í 53 þúsund krónur á fermetra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: