- Advertisement -

Skuggar og bílamergð í vesturbæ

Skipulag Deilur eru innan borgarstjórnar vegna fyrirhugaðra bygging á Allianzretinum. Sjálfstæðismenn í borgarráði bókuðu andstöðu sína:

„Umrædd deiliskipulagsbreyting felur í sér stóraukið byggingarmagn á Allianz-reit og ný byggingarsvæði. Byggingarmagn ofanjarðar meira en tvöfaldast, fer úr 3.300 í 6.700 fermetra, sem er mjög mikið miðað við heildaryfirbragð nærliggjandi byggðar. Fleiri og hærri byggingar valda því að útsýni úr hverfinu skerðist til vesturs og skuggavarp eykst,“ segir í upphafi bókunarinnar.

Svo segir: „Slíkt orkar tvímælis í hverfi eins og gamla Vesturbænum sem hefur í meira en öld þróast í nánu sambandi við höfnina og sjávarútveginn. Þá er skilgreining á landnotkun aðalskipulags víkkuð út hvað snertir hótelrekstur og verður reiturinn aðallega nýttur í því skyni. Slíkt stingur í stúf við fyrri markmið um að uppbygging á svæðinu eigi að styrkja íbúabyggð þar. Þá eru bílastæði fjarlægð af yfirborði þrátt fyrir mikinn og vaxandi bílastæðaskort í hverfinu. Samkvæmt umferðargreiningu mun aukning umferðar af skipulögðum en óbyggðum reitum við Vesturbugt, Austurhöfn og í grennd við Allianz reitinn leiða af sér rúmlega 13 þúsund bílferðir á sólarhring. Hætta er á miklum umferðartöfum á Mýrargötu og nálægum gatnamótum ef svo mikil umferð bætist við án mótvægisaðgerða. Þá mun breytingin þrengja mjög að hinu friðlýsta Allianz húsi og draga úr vægi þess í hverfinu en útlit er fyrir að það verði innikróað af hótelum.“

Fulltrúar meirihlutans svöruðu að bragði: „Bókun Sjálfstæðisflokksins er afar villandi enda er skautað fram hjá því að byggingarmagnið á svæðinu hefur þvert á móti verið minnkað umtalsvert frá því skipulagi sem var í gildi þegar Reykjavíkurborg keypti reitinn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: