- Advertisement -

Skuldir bara lækkað á pappírum

- skuldir heimilanna hafa ekki lækkað í raun. Hækkandi fasteignaverð og fasteignamat hafa aukið skráðan eignarhlut. Skuldirnar lækka ekki við það.

 

Björn Leví Gunnarsson spurði Þorstein Víglundsson um skuldir fólks.

„Ef eingöngu er skoðaðar skuldir vegna íbúðalána þá batnaði skuldastaðan umtalsvert á umræddu tímabili og eigið fé í fasteign fór úr tæpum 50 prósentum árið 2010 í rúm 65 prósent árið 2015,“ segir í svari Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn sem Björn Leví Gunnarsson lagði fram á Alþingi.

Þar kemur fram að á sama tíma hafa íbúðaskuldir á nafnvirði nánast staðið í stað en verðmæti fasteigna, sem hér miðast við fasteignamat, hækkaði um tæplega helming. „Hækkandi fasteignaverð vegur því þungt í batnandi eiginfjárstöðu heimila á þessu tímabili en aðrar eignir hafa sömuleiðis hækkað. Á sama tíma hafa skuldir dregist saman á nafnvirði og þar af aðrar skuldir en íbúðalán um rúm 20 prósent. Gögn um þróun skulda og eigna fyrir einstaka landshluta liggja ekki fyrir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvað með aðrar skuldir?

„Aðrar skuldir en íbúðalán hafa dregist umtalsvert saman á sama tíma og eignir hafa aukist, „segir í svari Þorsteins. „Þarna er um að ræða fjárhagsskuldbindingar eins og ökutækjalán, ýmis framkvæmdalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Eigið fé alls jókst um rúmlega 1.384 milljarða kr. frá 2010 til 2015, eða um 88,5 prósent. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitalan um tæp 18 prósent.“

En hvað verður?

„Skuldir heimila eru oft sömuleiðis skoðaðar í samanburði við til að mynda verga landsframleiðslu og/eða ráðstöfunartekjur,“ segir í svarinu. „Skuldir heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu náði hámarki árið 2009 en hafa dregist saman jafnt og þétt á undanförnum árum og má gera ráð fyrir enn lægra hlutfalli á síðasta ári þar sem bráðabirgðatölur benda til umtalsverðs hagvaxtar á árinu. Þessi batnandi staða skýrist hvort tveggja af góðum hagvexti á undanförnum árum og lægri skuldum á nafnvirði.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: