- Advertisement -

Slá þögn um úrskurði kjararáðs

Fjármálaráðuneytið og kjararáð virðast vinna saman að því að þegja um úrskurði kjararáðs, sem nú hefur misst hlutverk sitt.

„Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður,“ segir í Fréttablaðinu í dag.

Talað var við fulltrúa kjararáðs sem neitar að svara um þá úrksurði sem engar fréttir hafa verið sagðar af.

„Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttablaðið í dag: „Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist.“

Eðlilegt verður að teljast að allir úrskurðir verði gerðir opinberir. Reynt er að koma í veg fyrir það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: