- Advertisement -

Slátrar ÍSAL Salek-samkomulaginu?

VINNUMARKAÐUR Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, bendir á, í nýrri færslu á heimasíðu félagsins, að svo kunni að fara að afstaða Rio Tinto í baráttunni við verkalýðsfélögin, geti orðið til þess að Salek-samkomulagið gangi ekki eftir.

„Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins fari öll sem eitt eftir þeirri stefnu sem samtökin hafa sett nafn sitt undir og starfað hefur verið eftir við gerð kjarasamninga að undanförnu. Ætli alþjóðlegur auðhringur að starfa á Íslandi þá verður hann að átta sig á því að hann verður að starfa eftir þeim leikreglum sem hér eru, en ekki samkvæmt eigin einræðistilburðum.

SA verður líka að átta sig á að verkalýðshreyfingin mun ekki vinna að gerð nýs vinnumarkaðsmódels, þar sem fyrirtæki geti haft val um að vera með eða ekki. EF SA gerir þeim ekki grein fyrir stöðunni og eins eftir hvaða leikreglum þeir verði að vinna sem hér starfa,  mun SALEK ekki verða að veruleika.
Ætlum við að láta erlendan auðhring stoppa tilraun til að koma á stöðugleika hér í efnahagsmálum og á vinnumarkaði?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: