- Advertisement -

Spennan eykst í frændgarðinum

Tvísýn staða er innan ríkisstjórnar Íslands. Frændurnir Bjarni og Benedikt eru í ólíkri stöðu. Að gamalli stjórnmálahefð hefur Benedikt sinn þingflokk að baki sér en Bjarni er, á sama tíma, með lausatök á sínu fólki.

Frændurnir voru, og eru eflaust enn, sammála um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Benedikt hefur hvergi kvikað. Það hefur Bjarni gert. Óviljugur.

Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er fyrirstaða sem Bjarni ræður hreinlega ekki við, einsog lesa má hér. Þar fer Páll Magnússon fremstur.

Frændurnir hafa ekki langan tíma. Alþingi þarf, innan fárra daga, að samþykkja fjármálaáætlunina. Því eykst spennan. Störukeppnin er að ná hámarki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Morgunblaðið segir í dag Sjálfstæðismenn vissa um að Benedikt hrökkvi undan og beygi sig að vilja ingflokks Sjálfstæðiusflokksins. Ef svo verður, verða það þung skref fyrir Benedikt. Þessu er varla trúandi.

Það er aumt fyrir Bjarna Benediktsson að hafa ekki tök á eigin þingflokki. Hann er jú forsætisráðherra og staða hans er með öllu ómöguleg. Fari einsog Morgunblaðið gerir ráð fyrir dregur hann Benedikt með sér, sem þá verður í enn verri stöðu. Það er að láta ósætti innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins beygja sig frá takmarkinu sem sett hefur verið.

Víst er að tæpur þingmeirihluti ríkisstjórnar reynist henni erfiður. Stjórnarandstaðan mun hiklaust snúa bökum saman og ekki draga ríkisstjórnina að landi, úr vandræðunum.  Hvort þetta fellir ríkisstjórnina er óvíst. En staðan mun skaða stjórnina.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: