- Advertisement -

Staurblankur lifði sældarlífi í eina viku

- spaugileg frétt frá árinu 1988, þar sem rætt er við gerenda og þolanda í einkennilegri afbrotasögu úr Reykjavík.

Maður sem sagði rangt til nafns gisti í eina vikuá Holiday Inn hótelinu. Þegar hann bókaði sig á hótelið var hann ekki krafinn um skilríki. Hann sagðist heita Ægir Ágústsson og vera frá Ísafirði. Þegar hann hafði verið á hótelinu í eina viku stakk hann af án þess að gera upp skuld sína.

„Þegar ég tók herbergið til leigu greiddi ég einnar nætur gistingu. Daginn eftir var ég beðinn að greiða meira inn á reikninginn. Þá átti ég fimm þúsund krónur og greiddi þær inn á reikninginn. Þá hafði ég látið skrifa hjá mér mat og vín. Þeir skrifuðu allan tímann. Það var sama hvað ég pantaði, allt var skrifað,“ sagði maðurinn sem gisti á hótelinu, vitandi að hann ætti ekki fyrir reikningunum.

Blankur á ball í Glæsibæ

Á föstudagskvöldið fór maðurinn á dansleik í Veitingahúsinu í Glæsibæ. Leigubílstjóri sem ók honum þangað átti eftir að hafa meira af manninum að segja. Þegar upp var staðið hafði leigubílstjórinn lánað manninum um 15 þúsund krónur og gengið í ábyrgð fyrir hótelreikningnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Maðurinn virkaði mjög traustvekjandi. Ég ók honum fyrst á föstudaginn, hann var þá að fara á Borgarspitalann. Hann sagði mér að hann hefði orðið fyrir vinnuslysi og ætti sennilega erfitt með að stunda vinnu það sem eftir væri. Þegar hann fór á ballið bað hann mig að sækja sig hálftíma áður en dansleiknum lyki. Ég gerði það. Hann kom út á tilsettum tíma. Hann sagðist hafa lent í slagsmálum og verið rændur veski sínu. Ég trúði manninum og í góðri trú lánaði ég honum peninga. Það ágerðist svo með hverjum deginum.“

Fór meira að segja til Rannsóknarlögreglunnar

„Hann sagðist vera í viðskiptum við Alþýðubankann og þar sem hann sagði að ávísanaheftið hefði verið í veskinu var skiljanlegt að hann væri auralaus. Á mánudaginn fór hann í bankann. Þegar hann kom út sagði hann að verið væri að athuga hvað hægt væri að gera vegna týnda ávísanaheftisins. Hann fór meira að segja til Rannsóknarlögreglu, sagðist þurfa að mæta þart il að gefaskýrslu vegna veskisþjófnaðarins. Ég ók honum á alla þá staði sem hann þurfti að fara til,“ sagði leigubílstjórinn.

Leigubílstjórinn fór fleiri ferðir í bankann til að athuga með gang mála. Alltaf tókst þeim sökótta að flækja málin sér í hag. Leigubílstjórinn og maðurinn lýsa samskiptum sínum méð mjög líkum hætti.

Kærulaus á örvandi lyfjum

„Í upphafi ætlaði ég ekki að vera lengi á hótelinu. Þegar ég sá hvað þetta gekk vel ákvað ég að leika þetta þar til ég neyddist til að hætta. Ég var á örvandi lyfjum og drakk áfengi. Þá verður maður svo kærulaus. Mér þyltir þetta leiðinlegt með leigubístjórann. Ég mun greiða honum aftur það sem ég skulda honum. Ég vil taka fram að þjónustan og maturinn á Holiday Inn voru starfsfólkinu þar til sóma. Framkoma allra var einstök.“

„Allir vorkenndu mér“

Söguna um slagsmálin og veskisþjófnaðinn sagði maðurinn einnig á hótelinu. „Það vorkenndu mér allir. Saklaus sveitamaður rændur í Reykjavík. Ég varð hálfhissa á sjálfum mér þegar ég sagði að þetta væri eflaust skipulögð glæpastarfsemi. Sjálfur hef ég verið á Litla-Hrauni í tíu ár samanlagt.“

Leigubílstjórinn hefur kært manninn til Rannsóknarlögreglu. Hoiiday Inn hyggst kæra manninn fyrir að gefa upp rangt nafn.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: