- Advertisement -

Borgarlínan notuð sem villiljós

Sjálfstæðisflokkur og Sveinbjörg Birna segja borgarlínu vera fjárhagslegt feigðarflan.

„Svokölluð borgarlína er óskýrt og að stórum hluta óskilgreint verkefni og fjárhagslegt feigðarflan. Verði borgarlína að veruleika er ljóst að gífurlegur kostnaður vegna þess mun leggjast með fullum þunga á skattgreiðendur í Reykjavík,“ þetta segir í bókun borgarfulltrúa Sjáflstæðisflokksin sem og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem er óháður borgarfulltrúi, eftir að hún yfirgaf Framsóknarflokkinn.

Í stað borgarlínu vill Sjálfstæðisflokkurinn nú þegar hefjast handa við að bæta almenningssamgöngur í Reykjavík með því að efla núverandi strætisvagnakerfi.

„Með svokölluðu borgarlínuverkefni kýs vinstri meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hins vegar að vísa brýnum úrbótum í almenningssamgöngum til óljósrar framtíðar,“ segir í bókuninni.

Þá segir í bókuninni að núverandi „vinstri“ meirihluti hafi um árabil notað borgarlínuverkefnið sem afsökun fyrir því að almenningssamgöngur í borginni hafa ekki verið efldar á valdatíma hans. „Vinstri meirihlutinn hefur markvisst skert strætisvagnaþjónustu í eystri hverfum borgarinnar og notar litríkar glærusýningar um borgarlínu sem villuljós í því skyni að draga athyglina frá slælegri frammistöðu í málefnum almenningssamgangna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: