- Advertisement -

Stjórnarþingmaður ber sér á brjóst

„Þrátt fyrir það sem stundum heyrist hér hefur nefnilega ýmislegt gott og enn fleira mjög gott verið gert. Við værum menn að meiri ef við viðurkenndum þó það sem vel er gert.“

Það blása vindar um Kobein Óttarsson Proppé, einkum vegna áhuga hans á að lækka veiðigjöld stöndugustu útgerðanna. Í miðri þeirra orrahríð kvaddi hann sér hljóðs á Alþingi og lýsti yfir fögnuði með árangur ríkisstjórnarinnar.

Fáar ríkisstjórnir einsog þessi

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur nú setið í um hálft ár. Mér er til efs að margar ríkisstjórnir hafi komið í gang eða klárað jafn mörg góð verk á jafn skömmum tíma. Það tók ríkisstjórnina innan við mánuð að auka við útgjöld frá fyrra fjárlagafrumvarpi um 19 milljarða þar sem langstærstur hlutinn fór í heilbrigðismál. Ríkisstjórnin ræðir hér vonandi sem fyrst fjármálaáætlun næstu fimm ára. Þar eru mjög góð tíðindi hvað varðar uppbyggingu á innviðum landsins sem hefur verið látin sitja á hakanum allt of lengi enda eru væntingarnar miklar. Í heilbrigðismálum munum við á næstu fimm árum auka fé til rekstursins um 79 milljarða kr., 101 milljarður lagður í byggingarframkvæmdir. Í umhverfismálum er fordæmalaus aukning sem við öll hér inni hljótum að fagna; útgjaldaaukning um 35% að raungildi. Uppsafnað aukið útgjaldasvigrúm til ýmissa áherslumála nemur alls um 14,7 milljörðum kr.“

Allir þingmenn hljóta að fagna

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta eru alvöruupphæðir sem ég held að allir háttvirtir alþingismenn hljóti að fagna,“ sagði Kolbeinn og hélt áfram.

„Ríkisstjórnin hefur lögfest NPA. Við höfum dregið úr greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja vegna tannlækninga. Hækkað frítekjumark ellilífeyrisþega úr 25 þús. kr. í 100 þús. kr. Hafið stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hækkað heimilisuppbót örorkulífeyrisþega. Hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi. Við höfum fullfjármagnað aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Skipað loftslagsráð. Tæplega 3 milljörðum kr. verður veitt til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum með áherslu á landvörslu og friðlýst svæði o.s.frv.

„Þrátt fyrir það sem stundum heyrist hér hefur nefnilega ýmislegt gott og enn fleira mjög gott verið gert. Við værum menn að meiri ef við viðurkenndum þó það sem vel er gert.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: