- Advertisement -

Stjórnin lifir ekki þorrann

Úlfar Hauksson. Ljósmynd: akureyri.net.

Úlfar Hauksson skrifar: Það er frostavetur framundan í pólitík á Íslandi og í raun útilokað annað en að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur frostspringi í síðasta lagi á þorra. Það þarf ekki einusinni stjórnmálafræðing til að spá þessu. Framundan eru risastór mál sem mikill hugmyndafræðilegur ágreiningur ríkir um á milli stjórnarflokkanna. Það er í raun sama hvert litið er og sama hvernig VG hagar seglum í þessu stjórnarsamstarfi. Því hlýtur að ljúka fyrr en síðar. Ef VG tekur þann pólinn í hæðina að standa á ætlaðri hugmyndafræði sinni og stefnu mun það kosta upphrópanir og uppþot í baklandi hinna stjórnarflokkanna og slíkt getur bara endað á einn veg. Ef VG hins vegar heldur áfram að búktala frjálshyggjustefnu samstarfsflokkanna hlýtur að vera stutt í byltingu í baklandi flokksins. An.nað er óhugsandi….eða hvað?

Fyrirsögnin er Miðjunnar.

Úlfar er stjórnmálafræðingur og vélfræðingur

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: