- Advertisement -

Strætó sat á málinu í þrjá mánuði

- stjórn Strætó telur ekki þörf á að farþegar fái rödd í stjórn fyrirtækisins.

Sanna Magdalena: „Þar komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega og vísaði m.a. í gott samstarf við Hollvinasamtök Strætó.“

Sanna Magdalena bókaði í borgarráði í dag um tillögu sína frá fyrsta borgarstjórnarfundi eftir kosningar, þar sem hún lagði til að farþegar Strætó fengju áheyrnarsetu í stjórn Strætó.

„Á fyrsta borgarstjórnarfundi þann 19. júní lagði fulltrúi Sósíalistaflokksins fram tillögu um stofnun félags strætófarþega hjá Strætó bs. og að fulltrúar þess fengu áheyrnarsetu í stjórn Strætó. Tillagan var sett fram til að leitast við að auðvelda notendum strætó að hafa áhrif á þjónustuna og tryggja að þarfir og væntingar þeirra sem treysti á strætó móti uppbyggingu þjónustunnar.

Sú tillaga virðist hafa borist stjórn Strætó í kringum 21. júní en var ekki tekin fyrir á fundi fyrr en þremur mánuðum síðar, 21. september. Þar komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega og vísaði m.a. í gott samstarf við Hollvinasamtök Strætó en vilji þeirra samtaka er að tala fyrir hagsmunum notenda strætó. Stjórn Strætó greinir frá því að hafa ákveðið að bjóða Hollvinasamtökunum að koma á fund stjórnar a.m.k. einu sinni á ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í framhaldi lagði ég fram fyrirspurn til stjórnar Strætó til að athuga hvort að sú ákvörðun um að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega, hafi verið tekin í samráði við Hollvinasamtök Strætó. Svo var ekki og kemur það mér á óvart að Strætó hafi ekki viljað grípa kjörið tækifæri til að auka samráð við notendur þjónustunnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: