- Advertisement -

Stuðningsfólk aðgerðarleysis

Ósvífnasta pólitíska stefna Íslandssögunnar. Þau láta umræðuna snúast um hvort formaður VR eða sósíalistar megi mótmæla röngum fullyrðingum forystufólks Samfylkingarinnar og hvernig þessir aðilar mótmæla rangindunum.

Gunnar Smári Egilsson.

Samfylkingarfólk og annað stuðningsfólk aðgerðarleysis meirihlutans í Reykjavík í húsnæðismálum hefur dreift töflu sem gefur til kynna að 1059 félagslegar íbúðir séu í byggingu í Reykjavík til að réttlæta fullyrðingu Heiðu Bjargar Hilmarsdóttur í Vikulokunum. Þetta er listi sem nær aðeins að hluta til yfir það sem almennt er flokka til félagslegra íbúða (stúdentaíbúðir eru 1/3 listans) og aðeins 1/4 af íbúðunum á listanum er í byggingu.

Samkvæmt listanum er staðan þessi:
Bjarg 461 íbúð
Félagsbústaðir 223 íbúðir
Nauthólsvegur (HR) 256 íbúðir
Brynja 3 íbúðir
Stakkahlíð (KHÍ) 100 íbúðir
Kvennaathvarf 16 íbúðir

Hjá Félagsbústöðum kemur fram að félagið sé með í smíðum 12 íbúðir fyrir mikið fatlaða einstaklinga við Austurbrún og Kambavað, muni kaupa 24 íbúðir úr nýbyggingu Bjargs við Móaveg í Grafarvogi, eigi kauprétt á 20 íbúðum út úr nýbyggingum Búseta við Einholt og Þverholt og aðrar 18 íbúðir hjá Búseta við Keilugranda. Samtals eru því 12 íbúðir í byggingu fyrir Félagsbústaði og félagið á kauprétt á eða hefur keypt 62 íbúðir af Bjargi og Búseta. Á listanum frá Reykjavík eru 223 íbúð eignuð Félagsbústöðum, af þeim eru 149 á aðeins undirbúningsstigi.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Í ár eru sjö ár síðan húsnæðiskreppan skall á í Reykjavík og hún hefur síðan grafið undan lífskjörum hinn verr stæðu í borginni, fólk sem hefur verið ofurselt okurleigufyrirtækjum.

Hjá Bjargi hafa verið teknar skóflustungur af tveimur verkefnum í Reykjavík. Annars vegar 155 íbúðir við Móaveg og hins vegar 83 íbúðir við Urðarbrunn. Að frádregnum 24 íbúðum sem Félagsbústaðir hafa keypt eru þetta 214 íbúðir. Á listanum frá Reykjavík eru 461 íbúð eignuð Bjargi, af þeim eru 202 aðeins á undirbúningsstigi.
Þarna kemur fram að Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, sé með 3 íbúðir í byggingu. (Ég fann ekkert um þær.)
Arnrún íbúðafélag er á vegum Kvennaathvarfsins, en bygging þessara 16 íbúða er ekki hafin.

Á listanum eru síðan 266 nemendaíbúðir Háskólans í Reykjavík og 100 nemendaíbúðir við Kennaraháskólann. Framkvæmdir eru ekki hafnar.
Ef skipta á þessum 1059 íbúðum niður á hópa þá er listinn svona:
Öryrkjar og fatlaðir: 15 íbúðir í byggingu
Fátækir/Félagsbústaðir: 62 íbúðir í byggingu (149 í undirbúningi)
Láglaunafólk/Bjarg: 214 íbúðir í byggingu (202 í undirbúningi)
Kvennaathvarf: Engin íbúð í byggingu (16 í undirbúningi)
Stúdentaíbúðir: Engin íbúð í byggingu (356 í undirbúningi)

Með góðum vilja má segja að 276 félagslegar íbúðir séu í byggingu í Reykjavík fyrir fátæka og láglaunafólk og 15 íbúðir fyrir fatlaða. Í ár eru sjö ár síðan húsnæðiskreppan skall á í Reykjavík og hún hefur síðan grafið undan lífskjörum hinn verr stæðu í borginni, fólk sem hefur verið ofurselt okurleigufyrirtækjum.

Hún hefur fellt tvo meirihluta í borgarstjórn í röð en Samfylkingunni hefur tekist tvívegis að lokka nýja flokka til samstarfs svo framlengja megi aðgerðarleysið gagnvart húsnæðiskreppunni, mestu vá gegn lífskjörum almennings í borginni.

Afstaða Samfylkingarinnar og meirihlutans, að halda því fram að búið sé að leysa húsnæðiskreppuna í Reykjavík, er ósvífnasta pólitíska stefna Íslandssögunnar. Hún hefur fellt tvo meirihluta í borgarstjórn í röð en Samfylkingunni hefur tekist tvívegis að lokka nýja flokka til samstarfs svo framlengja megi aðgerðarleysið gagnvart húsnæðiskreppunni, mestu vá gegn lífskjörum almennings í borginni.

Til að draga athygli frá eigin aðgerðarleysi vill Samfylkingarfólk og annað stuðningsfólk aðgerðarleysis gagnvart húsnæðiskreppunni láta umræðuna snúast um hvort formaður VR eða sósíalistar megi mótmæla röngum fullyrðingum forystufólks Samfylkingarinnar og hvernig þessir aðilar mótmæla rangindunum. Í stað þess að biðja Reykvíkinga afsökunar á að hafa magnað upp verstu húsnæðiskreppu í borginni frá seinna stríði, með aðgerðarleysi gagnvart neyð hinna verr stæðu og undirlægjuhætti gagnvart lóðabröskurum, verktökum og okurleigufyrirtækjum; ræðst stuðningsfólk aðgerðarleysisins að þeim sem gagnrýna og leggja til lausnir.

Samfylkingunni til afsökunar má benda á að þetta er líka stefna annarra flokka í Evrópu með rætur í sósíaldemókratíu síðustu aldar en sem hafa verið teknir yfir af þröngum elítum sem samsama sig fyrst og fremst við auðvaldið og hafa misst tengsl við alþýðufólk. Hrun þessara flokka hafa verið vörðuð fullyrðingum um að þeir séu síðasta vörn hinn verr stæðu, sem aftur kannast ekkert við að þessir flokkar geri nokkurn skapaðan hlut annan en að upphefja sjálfan sig og púkka undir auðvaldið, svo það geti áfram níðst á almenningi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: