- Advertisement -

Svandís vill fréttabann

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur til að fjölmiðlar afli ekki frétta af framgangi deilu ljósmæðra og ríkisins. Að þeir láti þetta mikilvæga mál afskiptalaust með öllu. Svandís teygir sig lengra. Hún leggur einnig til að aðrir stjórnmálamenn, en hún sjálf, skipti sér ekki af deilunni eða hafi skoðanir á henni.

Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar. Aðspurð sagðist Svandís fylgjast sjálf vel með því sem er að gerast milli deilenda. En, sem sagt aðrir eiga, samkvæmt hennar vilja, að láta allar fréttir af þessu mikilvæga máli vera.

Svandís telur þá fréttir af stöðu mála eflaust ekki eiga eitt einasta erindi til almennings.

Svona er það.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: