- Advertisement -

Svigrúm yfirstéttarinnar er ótakmarkað

2.250 hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun aldraðra og öryrkja. „Í dag er staðan sú, að lægsti lífeyrir dugar ekki til framfærslu.“

Björgvin Guðmundsson.

Nú hefur undirskriftasöfnun aldraðra og öryrkja staðið í 3 daga. 2256 hafa skrifað undir á 3 dögum. Það er mjög góður árangur og leiðir í ljós, að það er stuðningur við kröfuna um að enginn líði skort á efri árum. Aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.

Í dag er staðan sú, að lægsti lífeyrir dugar ekki til framfærslu. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum hafa ekki nóg fyrir útgjöldum; þeir verða að leita til ættingja eða hjálparstofnana og þeir sem hafa lítið úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir.

Ríkið hrifsar það mikið til sín í sköttum og skerðingum, sem ég tel ólögmætar og eins og eignaupptöku. Það er skammarlegt hvernig farið er með eldri borgara og öryrkja, sem eru á lægst lífeyri; þeim er bókstaflega haldiið við fátæktarmök.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samt eru nógir peningar til í þjóðfélaginu eins og sést best því hvernig yfirstéttin hagar sér; hún hrifsar til sín ofurlaun rúmar 2 milljónir á mánuði fortsætisráherrann og rúmar 1,8 milljónir aðrir ráðherrar. Ráðherrar hafa hækkað um 64% í launum en þingmenn hafa hækkað um 75% og eru með 1,1 mlljón á mánuði.

„Það er eins og þessi yfirstétt hafi fengið frjálsan aðgang að ríkiskassanum og hafi mátt ausa úr honum að vild.“

Æðstu embættismenn fengu allt að 48% hækkun og 18 mánuði til baka. Það er eins og þessi yfirstétt hafi fengið frjálsan aðgang að ríkiskassanum og hafi mátt ausa úr honum að vild!! En síðan sitja þau Katrín og Bjarni við núna og úthugsa hvernig unnt sé að halda launum og lífeyri niðri. Bæði voru þau búin að lýsa því yfit,að sennilega yrði lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana #ef varðveita ætti stöðugleikann“.

Svigrúmið fyrir yfirstéttina er ótakmarkað! Nú hefur hagfræðingur Katrínar, Gylfi Zoega stigið fram, sennilega með blessun Seðlabankans og sagt, að svigrúm til kauphækkunar launamanna sé 4%; það þýðir 7 þús kr launahækkun eftir skatt. Ef það gengur eftir fá aldraðir og öryrkjar það sama, 7 þús krónur eftir skatt. Slík hungurlús skiptir engu máli. Það er beinlínis verið að halda lífeyri og lægstu launum niðri. Það er árás á lífskjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks. Aðeins mikil samstaða um undiirskriftasöfnun aldraðra og öryrkja getur hnekkt þessari árás.Allir sem eru orðnir 18 ára geta skrifað og stutt baráttu aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: