- Advertisement -

Svo má brýna deigt járn að bíti

Óli Björn Kárason skrifar að venju Moggagrein í dag, sem og aðra miðvikudaga. Þar talar hann mest ágæti hagvaxtar og sér fyrir sé fólk sem sé á móti hagvexti. Frekar má segja að til sé fólk sem saknar þess að ekki sé horft meira til hagsældar en gert er.

Þrátt fyrir allt og allt hefur Óli Björn hlustað á og lesið það sem fólk, þá helst það sem er vinstra megin við Vg og Samfylkingu, hefur sagt. Hér er örstutt tilvitnun í grein þingmannsins Óla Björns Kárasonar, því til sönnunar:

„Lífs­kjör lang­flestra lands­manna hafa batnað veru­lega þótt enn glími sum­ir við fjár­hags­lega erfiðleika. Mark­mið kom­andi kjara­samn­inga hlýt­ur fyrst og síðast að miða að því að styrkja stöðu þeirra sem lak­ast standa um leið og stöðug­leiki síðustu ára er end­an­lega fest­ur í sessi.“

Svo má brýna deigt járn að bíti. Óli Björn tekur undir orð fólks um að gera þurfi gangskör í að bæta kjör verst setta fólksins.

En einu gleymir þingmaðurinn, eða sleppir viljandi, að hans eigin laun og launahækkanir, eru það sem veltir hvað mestu í komandi kjarasamningum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: