- Advertisement -

Takk fyrir, Þorsteinn Víglundsson

Hvað eftir annað undrast ég að fólk og stofnanir skuli sífellt kalla erlent fólk sem hingað kemur til að starfa, vinnuafl. Ópersónulegra verður það varla. Eigum við þá að segja að HB Grandi hafi sagt upp 68 vinnuöflum. Það hljómar ömurlega. Að nefna fólk sem afl er gert til að færa ábyrgð frá þeim sem eiga að bera hana. Aðrir apa upp eftir þeim sem hentar að tala um fólk sem afl. Sem einhvern hlut.

Er ég, og þá hvert okkar, eitt afl, það er vinnuafl. Bíllinn minn er einhver hestöfl það veit ég, en ég trúi ekki að þróunin verði sú að við verðum á endanum öll kölluð og skilgreind sem vinnuöfl.

Þorsteinn Víglundsson, sem er vinnumálaráðherra, sagði í fréttum í kvöld að hingað komi erlendir starfsmenn. Hann notaði ekki orðskrípið vinnuafl. Takk fyrir það Þorsteinn Víglundsson. Við erum þá hið minnsta tveir í þeim hópi.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: