- Advertisement -

Tapaði 35 milljörðum, en tapaði samt engu

 Seðlabanki Íslands tapaði 35 milljörðum króna í fyrra. Tapið var vegna nærri 90 milljarða gengistaps á gjaldeyrisforða vegna hækkunar gengis krónunnar.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af tapinu. Í ræðu sinni, á ársfundi bankans í gær, sagði hann um þetta: „Það tap er hins vegar bókhaldslegt og óinnleyst og myndi ganga til baka færi gengi krónunnar í hina áttina. Engin verðmæti hafa tapast. Forðinn er hinn sami og áður í erlendri mynt og kaupmáttur hans gagnvart því sem hann kann að verða notaður í er óskertur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: