- Advertisement -

Þá verður að kollsteypa skattastefnunni

Guðmundur Gunnarsson skrifar: Ef reisa á sams konar vinnumarkaðsmódel hér og tíðkast á hinum Norðurlöndunum verður íslenska stjórnmálastéttin að átta sig á því um hvað hún er að tala.
Það kallar til dæmis á algjöra endurreisn á bótakerfinu og miklar breytingar á þeirri skattastefnu sem fylgt hefur verið það sem af er þessari öld. Það er gríðarlegur munur á því umhverfi sem launamönnum er búið á hinum Norðurlöndunum og tíðkast hér á Íslandi.
Eigi þessi markmið að nást verður að kollsteypa þeirri skattastefnu sem fylgt hefur verið hér á landi og færa byrði af lágtekjum yfir þá hæstlaunuðu og auka skatta á auðlindanotkun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: