- Advertisement -

Þá verður ekki aftur snúið

„Ætlar hæstvirtur ráðherra að hleypa einkareknu sjúkrahúsi af stað fjármögnuðu með greiðslum frá Sjúkratryggingum á grundvelli samnings eða ekki? Megum við treysta því að hæstv. ráðherra standi með opinbera heilbrigðiskerfinu?“ Þannig spurði Steingrímur J. Sigfússon Óttarr Proppé á Alþingi í gær.

Tilefnið er Kíníkin við Ármúla. „Verður ekki ráðuneytið að endurskoða skilgreiningu sína á þeirri starfsemi sem Klíníkin hefur með höndum nú þegar ljóst er og í fréttum að þar fer þegar fram sérhæfð sjúkrahúsastarfsemi, sérhæfðar skurðaðgerðir, þó svo að þær séu greiddar enn sem komið er að fullu af þeim sem aðgerðanna njóta?“

Ráðherrar sagði: „Ég held að stóra spurningin sé vinna í aðgerðum sem heyra undir svokallað biðlistaátak, þ.e. aðgerðir sérstaklega á liðaskiptum, hjartaþræðingum, augnaðgerðir, sem Alþingi ákvað að setja þriggja ára innspýtingu í. Við erum núna að undirbúa og langt komin með að undirbúa annað árið af þessu sérstaka átaki.“

Höfum ekki ákveðið

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óttarr Proppé sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um að semja við einkaaðila hvað þetta varðar. „Megnið af þessum aðgerðum sem hafa verið í biðlistaátökum hafa verið framkvæmdar af opinberu spítölunum og heilbrigðisstofnununum. Eins og er þá lítur alveg ágætlega út með framhaldið á þessu ári.“

Yfir landamærin

„Stóra álitamálið hér væri auðvitað það, og stóru landamærin sem stigið væri yfir, að gerður yrði samningur við einkarekið sjúkrahús, sem er rekið í hagnaðarskyni af einkaaðilum, sem væri komið inn í sérhæfðari sjúkrahúsþjónustu og með legudeild og Guð má vita hvað. Ég held að þá verði ekki aftur snúið. Þess vegna má það ekki gerast að menn, í skjóli af biðlistunum og tímabundnum aðstæðum, reyni að fella þessa víglínu og hleypa af stað fyrsta einkarekna sjúkrahúsinu á Íslandi,“ sagði Steinnrímur.

Raska ekki hinu opinbera þjónustukerfi

„Það er grunnskylda mín að tryggja þjónustuna, tryggja að við gefum, eins og segir í lögum, landsmönnum kost á sem bestri heilbrigðisþjónustu. Stór hluti af því að geta gert það er sterkt opinbert kerfi, sterkur Landspítali, og það er beinlínis í skyldu minni að raska ekki hinu opinbera þjónustukerfi þannig að það geti ekki staðið í fullri þjónustu og bráðaþjónustu,“ svaraði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: