- Advertisement -

Það er ósatt sem hefur verið sagt hér

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson kvörtuðu undan fjölda fyrirspurna á Alþingi. Sögðu þær ekki áður hafa verið fleiri. Björn Leví Gunnarsson sagði það ósatt.

„Mér finnst þó rétt að minna á að á þessu þingi hafa komið fram 316 fyrirspurnir til skriflegs svars, sem er vafalaust töluvert meiri fjöldi en við höfum séð á fyrri þingum. Af þeim hefur 206 verið svarað. Ég sé á þeim málum sem hefur verið útbýtt að hér eru a.m.k. 30 svör frá ráðherrum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær.

„Hér liggja inni nokkrar fyrirspurnir til munnlegs svars á þá sem hér stendur,“ sagði hún og voanst til að hún svari þeim á mánudaginn kemur.

„Komið út í tóma þvælu“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni Benediktsson var næstur á mælendaskrá. „Svo eitthvert jafnvægi sé í umræðunni vil ég taka undir það með forsætisráðherra að líklega höfum við aldrei í sögunni fengið jafn margar fyrirspurnir frá þinginu til Stjórnarráðsins og nú. Ég ætla jafnframt að lýsa þeirri skoðun minni að líklega höfum við aldrei fengið jafn margar, viðamiklar og nákvæmar fyrirspurnir og nú á við. Ég nefni sem dæmi af hendingu fyrirspurn frá hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni, sem mér sýnist að sé við það að slá met í framlagningu fyrirspurna, um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins. Spurt er tíu ár aftur í tímann um alla þingmenn sem setið hafa á Alþingi, um allar nefndir sem þeir hafa setið í, hvaða afurð hafi komið út úr öllum þeim nefndum allra þingmanna sl. tíu ár. Hvernig greiðslum til þeirra hafa verið háttað, hvað ætla megi að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið fyrir hverja einustu nefnd tíu ár aftur í tímann. Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta sé komið út í tóma þvælu?

Það er ósatt hjá þeim

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, svaraði ráðherrnum tveimur. „Það er rosalega áhugavert þegar ráðherrar kvarta undan fyrirspurnum. En það er ósatt sem hefur verið sagt hér. Það er einfaldlega þannig að á 144. þingi var heildarfjöldi fyrirspurna 356, bara til að hafa það á hreinu, sem sagt fleiri en núna. Mjög margar af þeim fyrirspurnum sem hafa verið lagðar fram á þessu þingi eru afrit af sömu fyrirspurn, sem sagt ein fyrirspurn lögð fyrir marga ráðherra. Þær telja í raun rúmlega tífalt, fyrirspurnum sem eru undir fækkar við það. Það er mismunandi hvernig vinnuálagið dreifist á þær fyrirspurnir, vissulega, en svör við mörgum af þeim sem ég hef fengið eru einfalt afrit af fyrstu fyrirspurninni. Það hefur verið hægt að samnýta vinnuna við að svara þeim fyrirspurnum. Til að byrja með vil ég segja: Nei, þetta er ekki það þing þar sem flestar fyrirspurnir hafa verið lagðar fram. Það gæti vel verið að þeim fjölgi enn, þeim þarf þá að fjölga um 40, sem er svo sem slatti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: