- Advertisement -

Það verða blóðug átök

„Ef við ætlum að verðlauna fyrir góðan árangur þá verður jafnt að ganga yfir alla starfsmenn.“

„Ég vil biðja íslenskt verkafólk að búa sig undir blóðug átök þegar kjarasamningar verkafólks losna um næstu áramót. Því enn og aftur ætla stjórnendur íslenskra fyrirtækja sem eru í eigu lífeyrissjóðanna að misbjóða gróflega siðferðiskennd almennings,“ segir Vilhjálmur Birgisson á Akranesi.

„En í þessari frétt segir orðrétt: „Á hluthafafundi N1, sem haldinn verður 25. september næstkomandi, verður meðal lögð fram tillaga að nýrri starfskjarastefnu félagsins. Á meðal þess sem lagt er til er að tekin verði upp kaupaukaáætlun sem geri stjórn félagsins kleift að greiða forstjóra, æðstu stjórnendum og eftir atvikum öðrum stjórnendum kaupauka. Tilgangur hennar er, samkvæmt tillögunni, að „bæta hag hluthafa og verðlauna árangur.“

Við því segir Vilhjálmur: „Nú ætlar hluthafafundur í N1 að taka upp kaupaukakerfi til handa æðstu stjórnendum fyrirtækisins en þetta fyrirtæki misbauð allri réttlætiskennd almennings fyrr á þessu ári þegar forstjóri fyrirtækisins hækkaði á einu bretti um 1 milljón á mánuði.“

Vilhjálmur boðar baráttu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er morgunljóst að verkalýðshreyfingin mun grípa til róttækra aðgerða ef þetta kaupaukakerfi verður tekið upp því við skulum muna að það eru íslenskir lífeyrissjóðir sem eiga um eða yfir 50% hlut í N1 og ef lífeyrissjóðirnir munu ekki stöðva þessa græðgisvæðingu æðstu stjórnenda þá mun það kalla harðar aðgerðir af hálfu stéttarfélaganna.

Ég vil líka minna á að lífeyrissjóðirnir okkar eiga yfir 50% í öllum skráðum félögum í Kauphöllinni en meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni eru 4,7 milljónir!

En það blasir við að græðgin í efrilögum samfélagsins er orðin enn og aftur gjörsamlega taumlaus eins og gerðist fyrir hrun og við þessari græðgi verður brugðist í komandi kjarasamningum.“

Ragnar Þór Ingólfsson: „Það er alveg á hreinu að þessu verður svarað af fullri hörku.“

Ragnar Þór Ingólfsson er einnig ósáttur og ætlar að láta til sín taka.

„Það er alveg á hreinu að þessu verður svarað af fullri hörku. Og boða ég hér með komu mína fyrir hönd VR á næsta hluthafafund N1. Það verður fróðlegt að heyra afstöðu lífeyrissjóðanna „okkar“, sem fara með ráðandi hlut í félaginu, um þær tillögur að verðlauna æðstu stjórnendur fyrir að halda kaupgjaldi niðri og álagningu uppi. Ef við ætlum að verðlauna fyrir góðan árangur þá verður jafnt að ganga yfir alla starfsmenn. Hugmyndir sem þessar eru og hafa reynst skaðlegar samfélaginu. VR mun án nokkurs vafa beina þessum sjónarmiðum til stjórnenda Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem fara með stóran hlut í N1.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: