- Advertisement -

Þar sem allir fundir verða krísufundir

Borgarfulltrúar „steiktir í hausnum“ af löngum fundarsetum. Ólesnir og óundirbúnir borgarfulltrúar tefja fundina.

Enn berast merkar fréttir úr ráðhúsinu. Þar standa fundir svo lengi að mætasta fólk, það er fundarmennirnir; „…all­ir orðnir steikt­ir í hausn­um,“ eins og einn borgarfulltrúi játaði í Moggaviðtali; „…þetta er því mjög erfitt.“

Sem von er. Engum fer vel að vera steiktur í hausnum þegar verið er að stjórna höfuðborg Íslands.

„Það að fjölga borg­ar­full­trú­um hef­ur ekki létt á kerf­inu, ég held að það sé al­veg ör­uggt. En síðan er hitt að sömu mál­in eru lengi að fara í gegn­um kerfið, sem er að mínu mati mjög óskil­virkt,“ sagði Eyþór, oddviti sjálstæðismanna, við Moggann sinn.

Vigdís Hauksdóttir hefur skoðun á ástandinu: „Það er ekk­ert vit í því að byrja borg­ar­stjórn­ar­fundi klukk­an 14 og leyfa þeim að standa langt fram á nótt. Slíkt fyr­ir­komu­lag er hvorki fjöl­skyldu- né fjöl­miðlavænt og heft­ir upp­lýs­ingaflæði út af fund­in­um,“ sagði hún við Moggann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vig­dís bætti við að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag sé einnig lík­legt til þess að auka á pirring þeirra sem fund­ina sækja. „Það breyt­ast all­ir fund­ir í eins kon­ar krísufundi.“

Þetta eru hreint út sagt magnaðar lýsingar. Borgarfulltrúar steiktir í hausnum og allir fundir verða krísufundir.

Þarf þetta að vera svona?

„En þetta er auðvitað allt und­ir okk­ur komið, sem sitj­um á fund­un­um, og þar eru menn ólík­ir. Sum­ir vilja dvelja við ein­hver mál á meðan aðrir vilja það ekki,“ sagði Líf Magneudóttir við Moggann og bætti við nokkru sem skiptir kannski mestu máli og sagði að borg­ar­full­trú­ar geti mætt mun bet­ur und­ir­bún­ir og lesn­ir til fund­ar.

„Ég held það sé óþarfi að fjölga fund­um í kerf­inu. Borg­ar­full­trú­ar þurfa að átta sig á því að minna er meira. Það ætti frek­ar að taka yf­ir­grips­mik­il mál og fara bet­ur yfir þau í umræðum í stað þess að skauta yfir fjöl­mörg minni mál,“ sagði hún.

Byggt á annars ágætri frétt í Mogganum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: