- Advertisement -

Þar sem börn eru myrt daglega

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Í gærkvöldi horfði ég á heimildamynd á erlendri sjónvarpsstöð um stríðið í Sýrlandi. Á íslensku gæti nafn myndarinnar verið „Neyðaróp frá Sýrlandi“. Og neyðarópið er skerandi. Myndin sýnir svo skelfilega atburði, að annað eins hefi ég ekki séð áður. Illskan og miskunnarleysið, drápin á óbreyttum borgurum, pyntingar, notkun á eiturgasi og tunnusprengjum, kvölin, sorgin og matarskorturinn er langt umfram það, sem okkur er gerlegt að skilja.

Það er heldur ekki á nokkurs manns færi að skilja hvers vegna heimurinn lítur undan og leyfir tortímingu Sýrlendinga. Stórveldin ástunda vopnasölu til átakahópanna og kenna hvorir öðrum um dráp á almennum borgurum. Vopnasalar kætast á með blóð og líkamshlutar barna eru dreifðir um rústir skóla, sem hafa verið sprengdir í loft upp.

Heimildamyndirnar eru frá kvikmyndatökumönnum margra landa, ekki síst vestrænna. Eftir að hafa horft á þessa mynd, spyr maður sjálfan sig hvaða tilgangi þetta stríð þjóni og hvort mennskan hafi verið urðuð í rústum eyðilagðra borga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessa mynd verður að sýna íslensku þjóðinni.

Árni Gunnarsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: