- Advertisement -

Þau hafa tapað erindi sínu

Sigurjón Magnús Egilsson.

Sex þingmenn hafa fyrirgert rétti sínum til þingsetu. Flestir náðu þau að uppfylla sína stærstu drauma þegar þau voru kjörin til þings. Þar er alla jafna eflaust gott að vera. Oftast frjáls vinnutími, fín laun og allskyns forréttindi. Líf sem hentar mörgum.

Fyrir þau, hvert og eitt, er ljótt að sjá drauminn breytast í martröð. Allt vegna eigin framgöngu. Raufarhafnarskáldið, Jónas Friðrik, hefur ort margt eftirminnilegt. Í einum texta, sem hann samdi fyrir Ríó tríóið á sínum tíma, segir nokkuð sem á einstaklega vel við stöðu sexmenningana núna: „En í dagsins heimska lífi, margur draumur okkar dó, varð að deyja því við gátum ekki nóg.“

Fljótt á litið virðist sem þeim öllum hafi tekist að komast ofar í stigann en þau gátu ráðið við. Það er alltaf óheppilegt. Sigmundur Davíð komst í efsta þrepi en féll þaðan með pompi og prakt. Vegna hans setti Alþingi sér siðareglur og siðanefnd. Sem hefur ekki haft verkefni til þessa. Fyrstur á borð siðanefndarinnar verður þessi sami Sigmundur Davíð.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sigmdundur Davíð, Óljóst var lengi vel hvaða menntun hann hafði. Nú hefur Önnu Kölbrúnu Árnadóttir verið gert að hætta að látast sem hún sé þroskaþjálfi.

Miðflokkurinn og menntunin

Í nokkurra ára gamli frétt segir: „Á vef Alþingis er menntun Sigmundar Davíðs framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla. Hvergi er minnst á doktorsgráðu eða skipulagshagfræði þar. Þetta verður síðan flóknara þegar kemur að tengslanetsíðunni Linked-in. Þar er hann skráður sem independent Architecture and Planning Professional sem menntaði sig í Oxford-háskóla á árunum 1995 til 2007. Aftur svolítið ruglingslegt því á Alþingissíðunni er hann búinn að læra stjórnmálafræði og í Morgunblaðinu árið 2009 er hann að fara að verja doktorsritgerð sína í Oxford jafnvel þótt hann hafi lokið námi þaðan árið 2007 samkvæmt Linked-in. Til að kóróna hringavitleysuna titlar hann sig á Facebook sem skipulagshagfræðing, menntaðan í Oxford-háskóla í hagfræði og hagrænni landafræði.“

Nú hefur eina konan i Klausturshópnum verið gripin i landhelgi. Hún skreytti sig með starfsheiti þroskaþjálfara. Því hefur verið mótmælt. Anna Kolbrún er ekki menntuð sem þroskaþjálfi og hafði engan rétt til að nota starfsheitið til að skrauts. Hún hefur nú afmáð hið stolna starfsheiti úr eigin ferilskrá.

Að tapa eigin erindi

Eðlilega er sök sexmenninganna mismikil. Öll bera þau samt sakir. Sameiginlega eiga þau að hafa ofgert öllum með framkomu sinni. Af því sem sagt var urðu til sár víða. Sár sem er óvíst með að lokist einhvern tíma. Svo stórkallaleg vopn voru notuð gegn fólki sem fékk ekki varist óþverranum.

Auðvitað er sárt fyrir hvern þann sem spilar frá sér einstöku tækifæri til að uppfylla sinn stærsta draum. En slíkt gerist.

Forseti Íslands sagði af þessu tilefni: „Og svo er samviskan það vald sem frjálsir menn hlýða.“ Samviska þjóðarinnar er skýr. Sexmenningarnir hafa gengið of langt, alltof langt. En hver samviska þeirra er, er annað mál og kannski erfiðara. Finni þeir ekki hjá sjálfum sér hvað þeir hafa gert er það verk okkar allra að halda eigin frelsi, hlýða okkar samvisku, og sjá til þess að sexmenningarnir láti af þingmennsku. Víst er Klaustursgengið gekk of langt, tapaði erindi s


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: