- Advertisement -

Þeir tóku ekki grenjandi áhættu

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, fór víða í ræðu sinni um sparisjóðaskýrsluna. Steingrímur talaði um fyrstu hugmynd um sparisjóða, sem trúlegast kom frá frelsishetjunni Jóni Sigurðssyni og svo talaði hann um söguna allt til enda, sinn þátt sem annarra.

Hann talaði um litlu sparisjóðanna, sparisjóði sem enn eru reknir á sömu kennitölu og fóru sér hægar, héldu sig við uppruna sinn. Steingrímur sagði ekki sprenglærða menn hafa stjórnað þeim sparisjóðum. Þeir hafi frekar verið reknir með brjóstviti. Kýs að láta ræðu Steingrímns fylgja með þessari frétt.

Steingrímur vill að skoðað verði að draga úr eftirliti með minni fjármálafyrirtækjum, t.d. litlum sparisjóðum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: