- Advertisement -

Þetta eru allt mannana verk

- Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir, er ósáttur við verðtrygginguna og eins hvernig hún er reiknuð.

Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir. „Hverjum hentar þetta, heimilum landsins eða einhverjum öðrum og þá hverjum, fjármálafyrirtækjunum og fjármagnseigendum ?“

„Köllum þá til ábyrgðar sem leyfa að það sé stolið af okkur alla daga með því að verðtryggja skuldir heimilanna eins og gert er á Íslandi sem er hvergi annars staðar gert og með því geta þeir leikið sér af skuldunum okkar,“ þannig skrifar Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir.
„Með því að hafa húsnæði inn í verðbólgumælingunum þá fer verðbólgan frá því að vera mínus 3,1 % upp í að vera plús 1,5 %. Með þessu þá hækka þessir aðilar skuldir heimilanna um 30 milljarða í staðinn fyrir að annars mundu skuldir heimilanna lækka um rúma 60 milljarða. Það munar semsagt rúmlega 90 milljörðum fyrir heimilin í landinu vegna reiknikúnsta.“

„Þessu til viðbótar þá ákveða sömu aðilar að taka ekki inn í þessar mælingar verðið í ódýrustu verslun landsins sem hefur sennilega um 30 % markaðshlutdeild sem myndi lækka verðbólgumælinguna ennþá meira og lækka skuldir heimilanna ennþá meira,“ skrifar hann og spyr síðan.

„Hverjum hentar þetta, heimilum landsins eða einhverjum öðrum og þá hverjum, fjármálafyrirtækjunum og fjármagnseigendum ?“

„Þetta sannfærir mig enn eina ferðina um að ég vil engan plástur á verðtrygginguna með því að taka húsnæðisliðinn út úr mælingunni.
Verðtryggingin verður einfaldlega að fara af lánum heimilanna og þá hafa þessi ráðandi aðilar á markaði, í skjóli stjórnmálamanna og stjórnkerfisins, loksins engan hag af því að viðhalda verðbólgunni eða leika sér að þeim liðum sem eru inn í mælingunni til að hafa áhrif á skuldirnar okkar til hækkunar.
Þá geta þessir ráðandi aðilar á markaði komið í lið með heimilum landsins við að halda verðbólgunni í skefjun eins og gert er í öllum þeim löndum sem við miðum okkur almennt við.“

„Við skulum ekki gleyma því að þetta eru mannana verk, það eru aðilar sem ákveða að þetta sé gert svona og við skulum kalla þá menn til ábyrgðar.
Þeir sem bera ábyrgð á þessu í dag eru helst fjórir menn að mínu mati:
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sem tók Seðlabankann með sér í forsætisráðuneytið, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Þar fyrir utan eru allir fyrrverandi forsætisráðherrar, Seðlabankastjórar, fjármálaráðherrar og forsetar ASÍ ábyrgir með þeim frá því að verðtryggingin var sett á lán heimilanna.“

Vilhjálmur Bjarnason nafngreinir þessa fjóra; Benedikt Jóhannesson, Gylfa Arnbjörnsson, Má Guðmundsson og Bjarna Benediktsson.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: