- Advertisement -

Þingmenn eru hástökkvarar

- laun iðnaðarmanna hafa hækkað minnst, samt er hækkun þeirra 23 prósent á síðustu fjórum árum.

Samfélag Engir hafa hækkað eins mikið í launum á síðustu fjórum árum, frá 2013 til 2016, og alþingismenn. Laun þeirra hafa hækkað um 70,9 prósent á þeim tíma. Það fólk sem fær laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs hefur almennt hækkað mun meira í launum en annað fólk.

Meðal hækkun launa þess fólks sem heyrir undir kjararáð hafa hækkað um meira en fjörutíu prósent. Meðal laun verkamanna hafa hækkað um fjórðungi minna, en þrjátíu prósent.

Aðrir opinberir starfsmenn koma næstir kjararáðsfólkinu. Laun þess fólks hefur hækkað frá 28 prósentum og allt að 33 prósentum.

Laun innan ASÍ hafa hækkað minna en annarra hópa. Minnst hafa laun iðnaðarmanna hækkað, eða um tæp 23 prósent og næst minnst hafa laun verslunarfólks hækkað, eða um 24 prósent á árunum 2013 til 2016.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Laun þingmanna hækkuðu mest á síðasta ári, þ.e. á kjördag í lok október í fyrra.

Launahækkanir 2013 til 2016 í prósentum:
               
ASÍ BHM Kennarar
Verslun 24,0 Ríki 33,1 Ríki 32,1
Iðnaður 22,9 Sveitarfél 32,3 Sveitarfél 31,2
Verkafólk 30,9
Almenn 25,9 BSRB Launavísitala 28,1
Ríki 27,4 Ríki 28,0 Ríki 29,7
Sveitarfél 30,8 Sveitarfél 31,3 Sveitarfél 31,2
Opinb. mark 30,3
Kjararáð
Allir 40,2
Dómarar 40,5
Þjóðkjörnir 68,8
Alþingismenn 70,9
Ýmsir 41,5

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: